Úrval - 01.08.1967, Síða 52

Úrval - 01.08.1967, Síða 52
50 lega veikur, og hirðin komst í geysi- legt uppnám. Læknarnir ákváðu síðan, að kon- ungi skyldi tekið blóð öðru sinni, og yrði hann ekkert betri með morgninum, skyldi honum tekið blóð enn á ný. Um kvöldið, þegar konungur hafði verið fluttur í minna rúm, svo að það yrði auðveldara að hjúkra honum, tók einhver eftir því, að hann var með rauða díla í andlitinu. Sjúkdómurinn reyndist vera bólu- sótt. Konúngi batnaði nú talsvert, en svo hrakaði honum að nýju. Hann spurði um Madame du Barry og bað þess, að hún skyldi send á hans fund. Hann vissi nú, hvað að honum gekk, og hann var ofsa- hræddur. Þegar Madame du Barry kom að rúmi hans, sagði hann: „Madame, ég er mjög veikur. Ég veit, hvað ég hlýt að gera. .. . Við verðum að skilja. Farðu til Rueil, til óðalsseturs d'Auguillons greifa og bíddu þar fyrirskipana minna. Vertu þess fullviss, að ég mun ætíð bera hinar innilegustu tilfinningar í brjósti til þín.“ Madame du Barry brast í grát. Hún vissi að vísu, hversu veikur konungurinn var, en hún hafði ekki vænzt þess, að henni yrði vísað burt einmitt núna, þegar hann þarfnað- ist hennar sem mest. En hún hlýddi og yfirgaf herbergið. Hún hlýtur að hafa minnzt þess, að Rueil var skammt undan, aðeins 6 mílur í burtu, og að hún gæti vænzt þess, ÚRVAL að konungurinn sendi brátt eftir henni að nýju. Næsta kvöld sendi konungurinn svo eftir henni að nýju. Herbergis- þjónn hans sagði honum, að hún væri farin frá Versölum. Konung- ur spurði, hvert hún hefði farið. Þjónninn sagði, að hún hefði farið til Rueil. „Einmitt, svona fljótt!“ sagði kon- ungur og gleymdi því annaðhvort, að hann hafði sent hana þangað, eða lét með orðum þessum í ljósi vonbrigði sín yfir því, að hún hafði hlýtt svona umyrðalaust. Hann dó án þess að sjá hana aft- ur.... Hefði ástandið haldizt óbreytt í Frakklandi eftir dauða Lúðvíks 15., hefði Madame du Barry getað eytt sínum ólifuðu æviárum í þægind- um og áhyggjuleysi. Hún dvaldi í klaustri um eins árs skeið eftir dauða konungs, en síðan fluttist hún aftur til þess heimitis, sem Lúð- vík 15. hafði gefið henni í Louvec- iennes. Þar lenti hún í tveim ástar- ævintýrum. Annað þeirra var aug- sýnilega ekki alvarlegs eðlis. Þar var um að ræða enskan nágranna hennar, Henry Seymour að nafni. Hinn elskhugi hennar var de Bris- sac hertogi, einn helzti framám\ður konungsstjórnarinnar, en hún var nú á hraðri niðurleið, og meðal ann- ars var hann borgarstjóri Parísar- borgar . De Brissc elskaði hana í raun og veru. Þau héldu saman út á ólgu- sjó stjórnarbyltingarinnar. De Bris- sac, sem var framámaður á sviði stjórnmála og hermála, var að lok- um handtekinn samkvæmt skipun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.