Úrval - 01.08.1967, Page 53

Úrval - 01.08.1967, Page 53
LÚÐVÍK 15. OG MADAME DU BARRY 51 byltingarlöggjafarþingsins og sakað- ur um, að hafa hleypt konungssinn- um í Sijórnarskrárvarðiiðið, sem hann var foringi fyrir. Hann var settur í fangelsi í borginni Orléans, en um sama leyti hófst einmiit ofsa- fengnasta tímabil byltingarinnar. Mannvíg gerðust nú daglegir við- burðir um gervallt Frakkland. — Þetta var orðið að einu allsherjar blóðbaði. Louveriennes, óðalssetur Madame du Barry, var einmitt á því svæði, þar sem mest gekk á. Þar beið hún nú milli vonar og ótta, dauðhrædd um, að de Brissac hefði verið drep- inn í fangelsinu líkt og margir aðr- ir aðalsmenn. En svo var ekki. Það var gefin út skipun um, að farið skyldi með hann til Parísar ásamt samföngum hans. Þeim var kastað upp á böðulsvagna, og síðan var lagt af stað með þá undir eftirliti Þjóðvarðarins og byltingarmann- anna frá Marseille, sem höfðu kom- ið til Parísar, syngjandi „Marseill- aisinn“, byltingarsönginn fræga. Lýðurinn hafði safnazt saman í öllum þeim borgum, sem fangalest- in fór um. Þegar lest böðulsvagnanna kom til Versala á leið sinni til Parísar, kom þar á móti henni hópur manna, sem vopnaðir voru heykvíslum, fleinum, sverðum og hverjum þeim öðrum vopnum, sem ofstækismenn þessir gátu hönd á fest. Þeir voru ekki langt frá höll þeirri, sem Ma- dame du Barry hafði notið sinnar mestu dýrðar í. Borgarstjórinn í Versölum reyndi að tvístra lýðnum. En hann gat ekk- ert að gert. Herverðinum var sópað frá vagnajestinni. Liklega hefur hann ekki sýnt neina mótspyrnu. Skorið var á aktygi hestanna, sem drógu böðulsvagnana, og hestarnir hörfuðu frá. Síðan réðst lýðurinn á fangana. De Brissac, sem hafði verið her- maður allt frá æskuárum og kom- inn var af yfirforingjaættum, vissi, að hann var nú ofurliði borinn og að allt var glatað. En hann barðist samt fyrir lífi sínu, meðan nokkur tök voru á því. Honum tókst að ná í hníf, og hann lagði með honum í allar áttir. En hann átti við ofur- efli að etja. Hann féll til jarðar og var drepinn.... Eftirleikurinn var óhjákvæmileg- ur. Það leið ekki á löngu, þar til Madame du Barry var dregin fyrir dómara lýðveldisins. Það var varla hægt að búast við því, að síðustu ástmey konungsins yrði hlíft á þess- um tímum blóðþorstans. Og því lét Madame du Barry einnig lífið í dauðateygjum franska konungdæmisins, sem hún hafði sjálf ómeðvitað átt sinn þátt í að binda endi á. Það er sagt, að konan hafi alltaf síðasta orðið, og það má með sanni segja, að svo hafi verið, þegar eftirfarandi orð voru letruð á legstein einn, er stendur í kirkjugarði einum í Antrimhreppi í Irlandi: Tár geta ekki endurvakið hann, og því grcet ég.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.