Úrval - 01.08.1967, Page 53
LÚÐVÍK 15. OG MADAME DU BARRY
51
byltingarlöggjafarþingsins og sakað-
ur um, að hafa hleypt konungssinn-
um í Sijórnarskrárvarðiiðið, sem
hann var foringi fyrir. Hann var
settur í fangelsi í borginni Orléans,
en um sama leyti hófst einmiit ofsa-
fengnasta tímabil byltingarinnar.
Mannvíg gerðust nú daglegir við-
burðir um gervallt Frakkland. —
Þetta var orðið að einu allsherjar
blóðbaði.
Louveriennes, óðalssetur Madame
du Barry, var einmitt á því svæði,
þar sem mest gekk á. Þar beið hún
nú milli vonar og ótta, dauðhrædd
um, að de Brissac hefði verið drep-
inn í fangelsinu líkt og margir aðr-
ir aðalsmenn. En svo var ekki. Það
var gefin út skipun um, að farið
skyldi með hann til Parísar ásamt
samföngum hans. Þeim var kastað
upp á böðulsvagna, og síðan var
lagt af stað með þá undir eftirliti
Þjóðvarðarins og byltingarmann-
anna frá Marseille, sem höfðu kom-
ið til Parísar, syngjandi „Marseill-
aisinn“, byltingarsönginn fræga.
Lýðurinn hafði safnazt saman í
öllum þeim borgum, sem fangalest-
in fór um.
Þegar lest böðulsvagnanna kom
til Versala á leið sinni til Parísar,
kom þar á móti henni hópur manna,
sem vopnaðir voru heykvíslum,
fleinum, sverðum og hverjum þeim
öðrum vopnum, sem ofstækismenn
þessir gátu hönd á fest. Þeir voru
ekki langt frá höll þeirri, sem Ma-
dame du Barry hafði notið sinnar
mestu dýrðar í.
Borgarstjórinn í Versölum reyndi
að tvístra lýðnum. En hann gat ekk-
ert að gert. Herverðinum var sópað
frá vagnajestinni. Liklega hefur
hann ekki sýnt neina mótspyrnu.
Skorið var á aktygi hestanna, sem
drógu böðulsvagnana, og hestarnir
hörfuðu frá. Síðan réðst lýðurinn á
fangana.
De Brissac, sem hafði verið her-
maður allt frá æskuárum og kom-
inn var af yfirforingjaættum, vissi,
að hann var nú ofurliði borinn og
að allt var glatað. En hann barðist
samt fyrir lífi sínu, meðan nokkur
tök voru á því. Honum tókst að ná
í hníf, og hann lagði með honum
í allar áttir. En hann átti við ofur-
efli að etja. Hann féll til jarðar og
var drepinn....
Eftirleikurinn var óhjákvæmileg-
ur. Það leið ekki á löngu, þar til
Madame du Barry var dregin fyrir
dómara lýðveldisins. Það var varla
hægt að búast við því, að síðustu
ástmey konungsins yrði hlíft á þess-
um tímum blóðþorstans.
Og því lét Madame du Barry
einnig lífið í dauðateygjum franska
konungdæmisins, sem hún hafði
sjálf ómeðvitað átt sinn þátt í að
binda endi á.
Það er sagt, að konan hafi alltaf síðasta orðið, og það má með
sanni segja, að svo hafi verið, þegar eftirfarandi orð voru letruð á
legstein einn, er stendur í kirkjugarði einum í Antrimhreppi í Irlandi:
Tár geta ekki endurvakið hann, og því grcet ég.