Úrval - 01.08.1967, Síða 55

Úrval - 01.08.1967, Síða 55
HVERNIG Á AÐ SEGJA GAMANSÖGU? 53 búinn hafði hæfilega þroskaða magavöðva til að geta rekið upp skellihlátur. Já, okkur langar öll til að segja sögur — gamansögur. Og við viljum gjarnan ná betri árangri en við gerum, hvort sem það er nú til að skemmta litlum hópi manna eða stórum áheyrenda skara. Þú hlustar með öfund á sagnameistarann og segir við sjálfan þig: — Fjárinn hafi það, ég myndi gefa hvað sem væri til að geta sagt sögu á þann hátt, sem hann gerir.“ Samt er mjög líklegt að þú meinir þetta ekki — í raun og veru. Þú vilt ekki láta af mörkum, það eina, sem dugir en það er — tíminn. Það er þó svo, að hafir þú ein- hvern áhuga á að segja sögu, með meiri árangri en þú nærð nú, þá eru nokkur grundvallaratriði, sem þú getur tileinkað þér og munu hjálpa þér mikið. Kannski verðurðu að hálftíma liðnum miklu betri sögu- maður en þú ert nú, þegar þú byrj- aðir þennan lestur, og er þá rétt að gægjast lítið eitt inn í leyndardóm þeirrar listgreinar að segja sögur. 1. Líttu í kringum þig áSur en þú þyrjar. Þegar þú velur þér sögu til að segja, þá vertu ekki of fljótur að velja grínsögu sem þú heyrðir í síðasta boði eða samkomu, kannski daginn áður. Sögur eru fljótar að berast. Þær eru fáar nýjar. Hættan á að segja sögu, sem þú hefur ný- heyrt er sú, að annað fólk er einnig á ferðinni. Það er alls ekki ólíklegt, að talsverður hluti þeirra, sem þú ætlar að fara að segja söguna hafi verið í sama boðinu eða samkom- unni og þú, og heyrt söguna sagða þar miklu betur en þú getur gert það. Það sem meira er. skógurinn er fullur af viðvaningum í sagnalist- inni, sem bíða með tunguna út úr sér eftir að heyra góða sögu, og grípa hana á lofti um leið og hún berst útyfir borðdúkinn á veizlu- boðinu. Vegna þess að þeir sjálfir kunna lítið af sögum að gagni og hafa óþroskaðan smekk á þeim að auki, eru slíkir mjög líklegir til að endurtaka síðustu söguna sem þeir heyrðu og þannig er ekkert líklegra en sagan gangi sér á augabragði til húðar í bili. Þó að það hljómi máski hlægilega, þá er það ekki fjarri lagi, að göm- ul saga sé oft nýrri, en ný saga. Ef þú ert að leita að „góðri“ sögu til að segja, þá væri ekki vitlaust af þér að leita í gömlum tímaritum, eða í gömlum skræðum á bókasafn- inu. 2. Segðu aldrei sögu, sem þú hef- ur ekki sjálfur gaman af. Ef þú hefur ekki sjálfur gaman af sögunni — og hún hefur ekki hitt þig, sem verulega skemmtileg — þá eru engin líkindi til, að þú getir fengið áheyrendur þína til að hlægja að henni. Kannski hefurðu heyrt einhvern annan segja söguna og uppskera dynjandi hlátur. Þér hefur afturámóti ekki fundizt neitt fyndið við söguna, en þú hugsar sem svo: „fyrst þessi maður gat komið fólki til að hlægja svona að henni, hlýt ég að geta það líka.“ Þú reynir svo, og það stekkur eng- um manni bros. Hversvegna ekki?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.