Úrval - 01.08.1967, Síða 55
HVERNIG Á AÐ SEGJA GAMANSÖGU?
53
búinn hafði hæfilega þroskaða
magavöðva til að geta rekið upp
skellihlátur.
Já, okkur langar öll til að segja
sögur — gamansögur. Og við viljum
gjarnan ná betri árangri en við
gerum, hvort sem það er nú til að
skemmta litlum hópi manna eða
stórum áheyrenda skara. Þú hlustar
með öfund á sagnameistarann og
segir við sjálfan þig: — Fjárinn hafi
það, ég myndi gefa hvað sem væri
til að geta sagt sögu á þann hátt,
sem hann gerir.“
Samt er mjög líklegt að þú meinir
þetta ekki — í raun og veru. Þú
vilt ekki láta af mörkum, það eina,
sem dugir en það er — tíminn.
Það er þó svo, að hafir þú ein-
hvern áhuga á að segja sögu, með
meiri árangri en þú nærð nú, þá
eru nokkur grundvallaratriði, sem
þú getur tileinkað þér og munu
hjálpa þér mikið. Kannski verðurðu
að hálftíma liðnum miklu betri sögu-
maður en þú ert nú, þegar þú byrj-
aðir þennan lestur, og er þá rétt að
gægjast lítið eitt inn í leyndardóm
þeirrar listgreinar að segja sögur.
1. Líttu í kringum þig áSur en þú
þyrjar.
Þegar þú velur þér sögu til að
segja, þá vertu ekki of fljótur að
velja grínsögu sem þú heyrðir í
síðasta boði eða samkomu, kannski
daginn áður. Sögur eru fljótar að
berast. Þær eru fáar nýjar. Hættan
á að segja sögu, sem þú hefur ný-
heyrt er sú, að annað fólk er einnig
á ferðinni. Það er alls ekki ólíklegt,
að talsverður hluti þeirra, sem þú
ætlar að fara að segja söguna hafi
verið í sama boðinu eða samkom-
unni og þú, og heyrt söguna sagða
þar miklu betur en þú getur gert
það.
Það sem meira er. skógurinn er
fullur af viðvaningum í sagnalist-
inni, sem bíða með tunguna út úr
sér eftir að heyra góða sögu, og
grípa hana á lofti um leið og hún
berst útyfir borðdúkinn á veizlu-
boðinu. Vegna þess að þeir sjálfir
kunna lítið af sögum að gagni og
hafa óþroskaðan smekk á þeim að
auki, eru slíkir mjög líklegir til að
endurtaka síðustu söguna sem þeir
heyrðu og þannig er ekkert líklegra
en sagan gangi sér á augabragði til
húðar í bili.
Þó að það hljómi máski hlægilega,
þá er það ekki fjarri lagi, að göm-
ul saga sé oft nýrri, en ný saga. Ef
þú ert að leita að „góðri“ sögu til
að segja, þá væri ekki vitlaust af
þér að leita í gömlum tímaritum,
eða í gömlum skræðum á bókasafn-
inu.
2. Segðu aldrei sögu, sem þú hef-
ur ekki sjálfur gaman af.
Ef þú hefur ekki sjálfur gaman af
sögunni — og hún hefur ekki hitt
þig, sem verulega skemmtileg —
þá eru engin líkindi til, að þú getir
fengið áheyrendur þína til að
hlægja að henni. Kannski hefurðu
heyrt einhvern annan segja söguna
og uppskera dynjandi hlátur. Þér
hefur afturámóti ekki fundizt neitt
fyndið við söguna, en þú hugsar
sem svo: „fyrst þessi maður gat
komið fólki til að hlægja svona að
henni, hlýt ég að geta það líka.“
Þú reynir svo, og það stekkur eng-
um manni bros. Hversvegna ekki?