Úrval - 01.08.1967, Blaðsíða 57

Úrval - 01.08.1967, Blaðsíða 57
HVERNIG Á AÐ SEGJA GAMANSÖGU? 55 hertu þá upp hugann og gerðu þig gildandi þar. Lærðu mállýzkuna — hina raunverulegu, ekki þessa yfir- borðs írsku, sem er á hvers manns vörum heldur hina raunverulegu mállýzku McCoy. Kynntu þér írsku. Kynntu þér íra, málfar þeirra, venj- ur og tilfinningalíf. Þegar þú síðan segir írska sögu verður hún trú- verðug. Aheyrendur þínir verða fljótir að finna snertinguna af raun- veruleikanum í sögunni. Ef þú ert kunnugur tveimur eða fleiri mállýzkum, þá hefurðu auð- vitað meira svigrúm og margar sög- ur þoia það, að vera fluttar á milli. Þú átt kannski í fórum þinum góða sögu, þar sem negri er aðalsögu- hetjan ,en þú ert illa að þér í tals- máta negranna, en afturámóti vel að þér í hebreskum sögum. Athug- aðu þá, hvort þú getur ekki fært söguna yfir á Gyðing. Þú verður hissa á hversu oft þetta lánast. 5. Haltu sögunni eins heitri eins og þú sjálfur rœður við. Það er fátt sem veldur meiri vandræðum en feimið fólk, sem er að reyna að segja „djarfa“, sögu. Hér er heilbrigt ráð: Segðu aldrei grófari sögu en það, að þú skamm- ist þín ekki fyrir hana sjálfur. Þú kemst aldrei lifandi frá því ef þú reisir þér hurðarás um öxl í þessu efni. Saga getur hafa verið góð, þegar hún var sögð af manni, sem ekki var eins tilfundinn og þú, en hún fellur dauð hjá þér, ef þú ljærð henni ekki hjarta þitt óskipt. Sagan verður ekki skemmtileg nema þú gangir allur uppí því að segja hana. Persónulega segi ég aldrei sögur, úr knæpum eða reykingaklefum járnbrautanna, ekki af því að ég sé svo kræsinn vegna samvizkunn- ar, heldur finnst mér þær yfirleitt ekki fyndnar. Þær eru of grófar og augljósar. Auðvitað getur verið staður og stund einnig fyrir þessar sögur. Oliver Wendell Holmes sagði, að hann segði hverja þá sögu sem „einhvert vit væri í.“ Eg held að saga verði að vera eitthvað meira en klúr til að hægt sé að endursegja hana. 6. Gœttu þín fyrir prentaða mál- inu. Það gildir allt önnur tækni fyrir hið skrifaða orð heldur en hið tal- aða. Þessu átta sumir sagnamenn sig ekki á. Mörg er sú sagan, sem er ágæt, þegar hún er lesin, en þvæluleg og tilgerðarleg, þegar hún er sögð. Hversu oft hefur þú ekki heyrt menn segja sögur, þannig að þú getur næstum fylgzt með línun- um á síðunni. Rithöfundurinn, sem hvorki getur beitt látbragði eða raddbeitjngu, verður að taka upp í sögu sína ná- kvæmar lýsingar. Sá sem talar, stendur þarna betur að vígi. f stað þess að segja: „Hún hrópaði æst“, getur ræðumaðurinn látið þennan æsing heyrast á rödd sinni. Endur- taktu því ekki of nákvæmlega prentuðu söguna. Þú mátt til dæmis ekki segja: „Þegar hér var komið sögu, ræskti dómarinn sig.“ Þarna leikur þú dómarann með því að ræskja þig og mælir síðan fram orðin, sem um er að ræða. Ummælin og raddbeiting þín nægir til að gera öllum Ijóst, hvað um var að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.