Úrval - 01.08.1967, Page 62
60
ÚRVAL
ur fiskur, korn, þang og vatn. —
Áhöfnin var 14 talsins, prestar,
handverksmenn og sjómenn.
Þessi fyrsta sjóferð Brendans var
bara ósköp tilkomulítið skjögt mið-
að við síðari ferðir hans. Hann
lagði af stað í sjóferð milli hinna
ýmsu eyja við strendur Bretlands
án nokkurrar leiðsagnar. Hann
staldraði við á Hebridseyjum, slátr-
aði kindum í Færeyjum þeim fé-
lögum til matar og snæddi með
einsetumönnum á Hjaltlandseyjum.
Hann fékk storma mikla á leiðinni,
og máttu þeir þola bæði hungur og
sjúkdóma. Hann ákvað að leggja
af stað heimleiðis aftur, eftir að
hann hafði siglt alla leið til ís-
lands. Ferðin hafði tekið fimm ár.
Áhangendur Brendans heima i ír-
landi höfðu álitið, að hann væri
látinn.
Brendan þótti það miður, að hon-
um skyldi ekki hafa tekizt að
finna „Eyju hamingjunnar“, og
því hélt hann nú á fund sinnar
gömlu kennslukonu, St. Itu, til þess
að spyrja hana ráða. Hún gaf hon-
um það hagnýta ráð, að það væri
lofsvert að treysta Guði í hvívetna,
en þó mundi það ekki saka að
smíða sér skip með stýri.
í þetta skipti var skipið haft úr
eik, síðan tjargað og útbúið með
járnakkeri. Fyrir ofan geymslu-
rýmið (lestina) var traust þilfar og
yfir því blakti eitt, ofið segl. Og
aftur undan skutnum var stýrið,
sem St. Ita hafði mælt með. Þeir
höfðu með sér talsverðar birgðir.
Var þar aðallega um að ræða lif-
andi svín, þurrkaðan fisk, korn og
vatn. Brendan sýndi nú aukna fyr-
irhyggju. Hann hafði með sér ým-
is siglingatæki til vara og eins kon-
ar hirðfífi.
Síðast í marzmánuði árið 551
kvaddi hópur manna sæfarana með
húrrahrópum. Á skipinu voru sam-
tals 60 menn, munkar, sjómenn og
handiðnarmenn. Þeir sigldu fram
hjá Araneyjum, fyrst í norður og
svo héldu þeir beint í vesturátt og
héldu þeirri stefnu í 40 daga.
Rétt úti fyrir Nýfundnalandi sáu
þeir fyrsta borgarísjakann. — Þeir
horfðu sem bergnumdir á þessa
furðusýn. Þeir sáu einnig furðu-
lega rostunga, máva og hegra. Þeir
héldu nú í suður og vörpuðu akk-
erum úti fyrir Bahamaeyjum eða
Bermuda. En hver svo sem eyjan
hefur verið, þá létu hinir innfæddu
mjög ófriðlega. Þeir höfðu safnazt
saman niðri á ströndinni og létu
öllum illum látum, svo að Brend-
an ákvað að halda ekki að landi.
Akkerið hafði festst við botninn,
og tafði þetta brottför þeirra. Að
lokum urðu þeir að skera á það
og taka til óspilltra málanna við
að smíða nýtt úr efnunum, sem
Brendan hafði haft meðferðis af
fyrirhvggju mikilli. Þarna var eng-
inn sérfræðingur í akkerissmíði, og
því varð einn af munkunum að
vinna verk þetta. Hann bætti upp
takmarkaða verkkunnáttu með
miklu bænahaldi, og svo fór að
lokum, að honum tókst að búa til
sómasamlegt akkeri.
Nú lögðu þeir af stað á nýian
leik og sigldu í 8 daga. Handritið
lýsir lónum og kóralrifum og minnzt
er þar á ilm af kryddjurtum, lót-
usblómum og magnolíutrjám. Söng-