Úrval - 01.08.1967, Síða 64
62
ÚRVAL
og dró sig í hlé um hríð í munka-
klaustri einu. Þar lagði hann stund
á föstur og bænahald. Skyldan kall-
aði hann burt frá einsetumannslíf-
inu enn á ný. Hann var vígður til
biskups og stjórnaði. nú byggingu
kirkna, kenndi og boðaði trú og
dæmdi í málum manna og kom á
sættum. Hann byggði klaustur við
Anaghdown í Galway og stofnaði
svo hinn mikla klausturháskóla í
Clonfert, sem varð griðaátaður fyr-
ir fræðimenn víðs vegar að úr Evr-
ópu.
Augsýnilega hefur hafið enn á
ný náð heljartökum á honum. Ef
til vill hefur þessi síðasta ferð hans
verið eins konar iðrunar- og yfir-
bótarferð eða þá trúboðsferð. Það
er fremur óljóst, hvaða leið hann
fór, en líklega hefur verið um að
ræða Palestínu, Grikkland, Egypta-
land og Kanaríeyjar. Hann skýtur
einnig upp kollinum í Englandi og
Wales og er álitinn hafa barizt í or-
ustu við hlið Arthurs konungs. —
Hann var orðinn níræður, þegar
þessari ferð hans lauk, sem staðið
hafði heilan áratug. Hann haltraði
örþreyttur heim til Anaghdown,
þar sem Griga systir hans bjó.
Eftir að hafa haldið sunnudags-
messu, sneri hann sér til hins litla
safnaðar og bað hann einnar bón-
ar. Var þar um að ræða nunnur,
er tilheyrðu iítilli nunnureglu. Og
hann bað þær um að biðja fyrir
honum, biðja þess að hann mætti
deyja rólega og kvalalaust. „Ég ótt-
ast það að halda einn mína leið,“
sagði hann, „því að leiðin er dimm.
Ég óttast hið óþekkta, návist Kon-
ungsins, dóm Dómarans.“
Hann hneig niður í kapelludyr-
unum og andaðist þar. f samræmi
við óskir hans var hann grafinn í
Clonfert. Munkaklaustrið í Clonfert
er nú rústir einar, en nafn Brend-
ans lifir enn góðu lífi, því að það
heiti bera kapellur víðs vegar um
Evrópu. Nú á dögum biðja sjómenn
hann enn að blessa þá. Þeir biðja
hann um að minna þá á, að þeir
eigi aðeins eina sanna höfn og biðja
hann um að láta þá ekki verða
skipreika á leiðinni.
Enn er möguleiki á því, að forn-
leifafundir eða fræðistörf muni í
framtíðinni eiga eftir að færa sönn-
ur á hina miklu sjóferð Brendans.
En þangað til svo verður, veitir
þetta írum tækifæri til þess að
segja sína eigin sögu um það,
hvernig þetta gerðist allt saman
. . . ef það hefur þá gerzt.
Kínverjar segja „Hwui!“..........
Munduð þið trúa því, ef ykkur
væri sagt það, að það hafi verið
Hwui Shan, sem fann Ameríku?
I fornu kínversku riti er skýrt frá
læknisfróðum Buddhapresti frá Af-
ghanistan, er hafi komið til Kína
sem mjög ungur trúboði um árið
450. Þaðan sigldi hann svo ásamt
fjórum öðrum prestum til þess að
boða trúa sína í nýjum löndum.
40 árum síðar sneri hann aftur
til Kína ásamt félögum sínum og
skýrði Wu Ti keisara frá því, að
þeir hefðu ferðazt 6.000 mílur í
austur til „Lands Fusang“. Þessi
vegalengd og átt bendir til þess, að
þeir hafi farið frá einni ey til ann