Úrval - 01.08.1967, Page 67

Úrval - 01.08.1967, Page 67
VARÚLFAR: SÖGUSÖGN EÐA STAÐREYND? 65 fyrirbrigði þetta og hafa því komið fram ólíkar skýringar á hinum ýmsu öldum. Grísku og rómversku sagnfræð- ingarnir, heimspekingarnir og Ijóð- skáldin skrifuðu um varúlfinn, líkt og þar væri um að ræða atþekkta staðreynd. Sögðu þeir svartagaldur vera örsök tilvistar hans. A dögum Rómverja var hann þekktur sem „versipellis", umskiptingurinn. Á 2. öld eftir Krists burð gerðist það, að læknirinn Marcellus Sidetes, sem var langt á undan sinni sam- tíð, greindi sjúkdóminn „Lycant- hropiea“ sem „eina tegund þung- lyndis“, er lýsir sér í því, að hinn sjúki álítur sig vera úlf og hegðar sér því sem slíkur. St. Ágústínus skrifaði um um- breytingu í úlfa, ummyndun, sem hann segir, að „geti aðeins orsak- azt af einhverju yfirnáttúrlegu afli“. Árið 529 reif St. Benedikt til grunna hof Apolio Lycaeus, sem var miðstöð blóðugra svallsamkoma varúlfanna og byggði kristna kap- ellu á tindi Monte Cassino í stað hofs þessa. Frá hinum dimmu miðöldum eru til skráðar frásagnir hugrakkra presta, er héldu sem trúboðar inn í hina forboðnu „heiðnu" skóga Gallíu, Germaníu og Bretlands öld fram af öld til þess að reka burt með krossmarki og sálmasöng hina fornu djöfla, er þar höfðu ráðið ríkjum aftur úr grárri forneskju, varúlfana. En hin hryllilega varúlfadýrkun hélt samt lífi í leynum, og það var í Frakklandi á 16. öld, að „lycant- hrophy" gerðist útbreiddari og ofsalegri en nokkurn tíma fyrr eða síðar, að því er sögur greina. Sið- venjur þær, er tengdar voru var- úlfadýrkuninni og höfðu lifað allt frá dögum Druida, mögnuðust nú og úrkynjuðust og urðu að hræði- legum allsherjardrápum, mannáti og líkránum. Yfirvöldin háðu opin- bert stríð gegn þessari hræðilegu plágu. Þing héraðsins Franche-Comte gaf út sérstaka yfirlýsingu árið 1573, og samkvæmt henni var íbú- um þess héraðs leyft „að safnast saman, búnir sverðum, atgeirum, lensum og öðrum vopnum til þess að elta uppi hvern varúlf, binda hann og drepa hann án ótta við sekt eða refsingu“. Þekktir eða grunaðir varúlfar voru brenndir á báli hundruðum saman. Flestir hinna ákærðu „loups- arou“ játuðu sekt sína fríviljug- lega og með miklum orðaflaumi, að því er skýrslur tjá okkur. Ferðamaður einn nálægt Poligny varð fyrir árás úlfs, sem honum tókst að verjast og særa. Hann elti blóðuga slóðina í snjónum og kom að kofa einum, þar sem eiginkona skógarhöggsmannsins Michaels Ver- duns var að gera að sárum manns síns. Verdun viðurkenndi, að hann væri varúlfur, og bætti því við, að þeir Pierre Burgot og Philibert Montot væru félagar hans í þessari galdraiðkan. Þeir játuðu einnig og sögðu, að þrír dularfullir, svart- klæddir reiðmenn ættu sök á öll- um þeirra glæpum. Þessa menn átti Verdun eitt sinn að hafa hitt í skóg- unum, og þeir áttu svo að hafa dreg-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.