Úrval - 01.08.1967, Page 70
Vísindaleg
rannsókn
draumanna
Eftir Dr. O. A Battista.
Draumcir eru tjáning hins flókna
starfs dularvvtundarinnar.
Draumarnir „trufla“ alls ekki
svefninn, heldur eru þeir í
liinum sannasta skilningi raun-
verulegir ráðgjafar í landi
svefns. Þeir eru öryggislokarnir
fyrir dulvitund okkar, örugg-
asta leiðin fyrir líkama okkar til
þess að losna við andlegan
„gufuþrýsting“, sem kann að
myndast og magnast innra með
okkur í annríki dagsins.
; vað eru draumar,
hvaðan koma þeir?
og
r_
IMi H vað veldur þeim, og
, hafa þeir í raun og veru
öíí nokkra merkingu? Þetta
eru þær spurningar, sem allir
spyrja. Allt frá örófi alda hafa svör-
in við spurningum þessum verið
margvísleg. Þau hafa ekki öll ver-
ið sama eðlis. Sum hafa verið vís-
indaleg að nokkru leyti, en önnur
æðislegur hugarburður spákerlinga.
En vísindamenn, sem hafa und-
anfarið unnið saman að rannsókn
drauma sýna, að okkur dreymir öll,
í hvert skipti er við sofum. Og okk-
ur dreymir ekki aðeins einn draum.
Sérhvert okkar dreymir að meðal-
tali 4—7 drauma á nóttu. Okkur er
að dreyma um fimmtung alls svefn-
tíma okkar.
Draumar eru tjáning hins flókna
starfs dulvitundarinnar. Draumarn-
ir ,,trufla“ alls ekki svefninn, held-
ur eru þeir í hinum sannasta skiln-
ingi raunverulegir ráðgjafar í landi
svefns. Þeir eru öryggislokarnir
fyrir dulvitund okkar, öruggasta
leiðin fyrir líkama okkar til þess
að losna við andlegan „gufuþrýst-
ing“, sem kann að myndast og
magnast innra með okkur í annríki
dagsins.
Hinn venjulegi umheimur vök-
unnar er ekki gerður af sama „efni“
og draumar okkar. Hann er ekki
sama eðlis. Vökuveröldin er aldrei
eins þægileg (né eins hræðileg),
þegar við opnum augun að morgn-
inum, og við héldum, vonuðum eða
óttuðust, að hún kynni að reynast
68
ÚRVAL