Úrval - 01.08.1967, Síða 74
72
svifið enn einu sinni upp að há-
marki hins létta svefns og dvalið
þar dreymandi, þangað til við
vöknum.
Því fer fjarri, að draumar séu
bara eintóm vitleysa og hafi ekkert
gildi, heldur eru þeir mjög nauð-
synlegir fyrir okkar andlegu og
líkamlegu vellíðan. Þeir eru vernd-
arar okkar. Þetta vingulslega fum í
ÚRVAL
draumum okkar og þessi að því er
virðist tilgangslausi flækingur, er
ekki virðist þjóna neinum tilgangi,
allt er þetta í rauninni þrautskipu-
lagt. Þetta eru vel skipulagðir
draumar, sem hjálpa okkur til
þess að laga okkur að vandamál-
um okkar og erfiðum aðstæðum,
svo sem kvíða, gremju og vonbrigð-
um.
„Kennari, sem getur vakið þá kennd hjá nemanda sínum, er leiði
til eins góðs verks, skapi eitt gott ljóð, fær meiru áorkað en sá, sem
fyllir minni okkar af nöfnum alls kyns hluta, snoturlega niðurskipuð-
um í flokka."
Goethe
Réttarþjónn var eitt sinn beðinn um að ryðja réttarsal einn í bæ
nokkrum í Connacht í írlandi, svo að vitni gæti fengið tækifæri til
þess að svara spurningum einslega.
„Jæja þá,“ öskraði hann, „allir þeir þorparar hér inni, sem ekki tpru
lögfræðingar, eiga strax að fara út úr réttarsalnum!"
Einn fyrsti Kínverjinn, sem kom í heimsókn til Evrópu, var spurður
þessarar spurningar: „Hvað finnst þér einkennilegast við E'vrópubúa?"
Hann hugsaði sig um svolitla stund og svaraði svo: „Ég held, að mér
finnist einkennilegast, hversu augum þeirra er einkennilega komið
fyrir í andlitinu. Þau eru alls ekki skásett."
Laugh Book
Hagskýrslur gefa til kynna, að hver meðalfjölskylda ætti ósköp
auðvelt að nota svolítið meiri peninga en hún vinnur sér inn
..... enda gerir hún það venjulega.
„Hin móðursýkiskenndu óp, öskur og vein hefjast áður en hljóm-
leikarnir byrja, og þau halda áfram, hvort sem verið er að leika ein-
hverja tónlist eða ekki.“
Þessi lýsing á „pophljómleikum“ vekur mann til umhugsunar: Er
ekki kominn tími til þess, að hljómleikar færist í það horf, að „pop-
söngvarar" og áheyrendur sameinist í einni æpandi kássu á leiksvið-
inu? Þetta mundi auka sölu grammófónplata og allir yrðu ánægðari
með sig?