Úrval - 01.08.1967, Side 81
HNIGNUN OG HRUN RÓMAVELDIS
79
í orðstír hans sem höfundar þessa Gibbon gnæfði og gnæfir enn yfir
verks. sagnaritara heimsins.
Það er sagt, að Það séu aðallega tvær tegundir karlmanna, sem
skilji ekki konur ..... piparsveinar og eiginmenn.
Beachcomber í Daily Exyress
Eiginmaður les af spákorti eiginkonu sinnar, sem hún hefur fengið
með upplýsingum um Þyngd sína, þegar hún steig á vogina á járn-
brautarstöðinni: „Þú ert fæddur leiðtogi, elskan, með töfrandi per-
sónuleika og sterka skapgerð. Þú ert gáfuð og mjög aðlaðandi fyrir
hitt kynið ..... En þyngd þín er bara vitlaus!"
„Fylgir ábyrgð þessu skallameðali?"
„Ábyrgð? Það fylgir því jafnvel greiða."
1 síðari heimsstyrjöldinni var lagður niður einkennilegur siður, sem
hafði haldizt í heila öld. Það var venja, að varðmaðurinn, sem fylgdi
póstinum, sem fór frá Lundúnum til írlands, fékk ætíð aíhent risa-
vaxið úr í leðurhylki, áður en hann hélt af stað frá Eustonjárnbraut-
arstöðinni í Lundúnum. Sendiboði frá brezka flotamálaráðuneytinu
i Whitehall kom alltaf með það á stöðina, áður en pósturinn lagði af
stað.
Þegar lestin kom til Holyhead, tilkynnti varðmaðurinn skipstjór-
anum á skipinu, sem fara átti með póstinn yfir til írlands, hvað rétt
klukka væri og sendi síðan úrið aftur til Lúndúna með póstinum, sem
þangað átti að fara, svo að þeir í flotamálaráðuneytinu gætu stillt það
nákvæmlega fyrir næstu ferð.
Þrátt fyrir stór^tígar framfarir þessarar aldar hélt skipstjórinn á írska
póstskipinu áfram að fá uppgefinn „hinn konunglega rétta tíma“ allt
fram til ársins 1940, þegar þessi einkennilegi gamli siður var lagður
niður.
The Advocate
Vitni í réttarsal í Belfast: „Sonur minn hafði mikinn áhuga á að ger-
ast læknir, þangað til ég sagði honum frá því, hve hár reikningurinn
frá pípulagningarmanninum hafði verið.“
Hvert land er ekki meðtið eftir stærð eða íbúafjölda, heldur eftir
frámlagi þess til menningar og siðmenningar heimsins.
Saravepalli Radhakrishnan, forseti Indlands.