Úrval - 01.08.1967, Page 82
Stonehenge
st j örnuathugunarstöð
frá bronsöld
Það var elcki jyrr en á þessari öld eða árið
1901, um það bil sem Sir Norman Lockyer
var að gera hinn stjarnjrœðvlega samanburð,
að rœkilegur fornleifauppgröftur fór fram í
Stonehenge. Stjómaði því maður að nafni
fíowland og tók hann fyrir sérstaka geira
eða hluta af grunninum. Þessi uppgröftur gaf
mönnum í fyrsta sinn nákvæma liugmynd
um fyrirkomulag og byggingu Stonehenges.
Eftir Geoffrey Bibby.
AÐ VAR í byrjun sautj-
í5 ftr ándu aldar, að Jakob
"3® ör konungur fyrsti, sá er
kallaði sjálfan sig guð,
sendi húsameistara sinn,
Inige Jones, upp á Salisbury-heiði
í Suður-Englandi til þess að rann-
saka þar samsafn geysistórra til-
höggvinna steina, sem lágu óskipu-
lega á dálítlum bletti í mýrlendu
landslaginu. Líklega hefur Inige
Jones látið sér hálf-fátt um finnast
að þurfa að fara slíka sendiferð.
En það fer ekki hjá því, að óánægja
hans hefur snúizt upp í aðdáun,
þegar hann kom á staðinn. Sjálíur
var hann vanur að stjórna miklum
aðdráttum á stóru grjóti til bygg-
inga, en þarna sá hann nú býsna
stórkostleg verksummerki einhvers
löngu liðins og ókunns fyrirrenn-
ara síns.
80