Úrval - 01.08.1967, Page 83
STONEHENGE
81
50 YAHDS •
Stonehenge: 1. st'ig Doróhester
Milli hundrað og hundrað og
fimmtíu steinar, sem flestir voru
tvær til þrjár mannhæðir eða lið-
iega það, og enginn minni en rúm
mannhæð á lengd, stóðu þarna upp
á endann eða lágu endilangir sitt
á hvað. Þó að margir þeirra væru
fallnir, greindi auga hins æfða at-
huganda fljótt, að steinarnir höfðu
upphaflega staðið í tveimur sam-
miðja hringum, og var það hinn
ytri hringur, sem fyrst vakti at-
hygli hans. Voru það geysimiklar
steinsúlur eða drangar, sem mynd-
uðu þann hring og gnæfðu eina
fimm metra yfir grundina, og var
þó bilið á milli þeirra ekki nema
einn metri eða rúmlega það. En
geysimiklir steinbitar hvíldu ofan á
þessum súlum og tengdu þær sam-
an, svo að úr varð hringur, sem var
nærri samfelldur í þá daga. En þar
sem steinar höfðu fallið niður, sá-
ust glögglega samskeytin, sem smið-
irnir höfðu gert til að fella bitana
saman, og efst á háu steinunum
voru hnúðar sem gengið höfðu upp
í holur neðan á bitunum.
En þó að Inigo Jones hafi orðið
starsýnt á þessar miklu steinsúlna-
raðir, þá var þó annað meira um
vert þarna. Þegar hann var kom-
inn inn fyrir raðirnar, hlýtur stein-
boginn mikli í miðjunni að hafa
blasað við honum með öllum sín-
um glæsileik. Umhverfis langan,
fallinn stein stóð skeifulaga röð af
súlum, tólf eða fleiri og voru þær
um eða yfir tveir metrar á hæð.
En að baki þeim gnæfðu upp fimm