Úrval - 01.08.1967, Page 84
82
ÚRVAL
þrísteinung'ar — eða með öðrum
orðum tíu háir steinar sem stóðu
saman tveir og tveir, og ofan á
hverjum tveimur lá geysilega mik-
ill steinbiti. Þeir fóru hækkandi
inn að miðju, og gnæfði mið-stein-
ungurinn yfir sjö metra frá jörðu,
en ofan á honum var fimm metra
iangur biti sem var rúmur metri á
þykkt, enda var þetta mannvirki þá
allt orðið einar fimm mannhæðir.
Inigo Jones fannst mikið um það,
sem hann hafði séð. En sá sem er
í konunglegum erindagjörðum, get-
ur ekki látið sér nægja undrunina
eina, heldur þarf hann að geta
sýnt, að hann kunni skil á hlutun-
um. Lét Inigo Jones svo um mælt,
að þetta mannvirki, sem frá fornu
fari hafði gengið undir nafninu
Stonehenge (Steinahengja), væri
rústir af rómversku hofi.
Inigo Jones var einna síðastur
manna til að sjá súlnaskeifuna
innstu eins og hún var upphaflega.
Arið 1620 losnaði stærsti þrístein-
ungurinn af undirstöðu sinni og
féll ofan á „altarissteininn“. Og í
ofsaroki sem geisaði aðfaranótt 4.
janúar 1797 hrundu einnig næstu
tveir steinar ásamt bitanum milli
þeirra.
Þó að Stonehenge væri „upp-
götvað“ og kunnugt gert fræði-
mönnum svo snemma sem raun var
á, þá á það í rauninni í sögu forn-
leifafræðinnar alls ekki heima með
hinum fyrstu uppgötvunum. Því að
það var ekki fyrr en sú fræðigrein
var komin vel á veg, að menn fóru