Úrval - 01.08.1967, Page 86
84
ÚRVAL
öðrum óbundnir í fyllsta máta, er
samband milli Drúíðanna um alla
Gallíu (Frakkland) og halda þeir
þing með sér árlega í Chartres. í
dómaraembætti sínu kveða þeir
upp úrskurði bæði um einkamál
manna og um mál sem varða al-
menning, en í prestsembættinu til-
biðja þeir hinar margvíslegu goð-
verur keltneskra trúarbragða, og
trúa þeir á ódauðleika og hringför
sálarinnar. Mannblót héldu þeir
mjög hræðileg, og brenndu fang-
ana lifandi í tágakörfum. Júlíus
Sesar hitti ekki Drúíða í Englandi,
en í Frakklandi var honum sagt,
að „prestaskóli“ allra Drúíða væri
í Englandi.
Einni öld síðar segir Pliníus frá
því í Náttúrusögu sinni, að Drúíð-
ar telji eikina heilagt tré, og lýsir
því sem helgiathöfn þegar mistil-
teinn er skorinn með gullinni sigð.
Hjá Diodorusi Siculusi eru lýsingar á
mannblótunum, og segir hann að
spádómar hafi verið lesnir út úr
innyflum hinna látnu.
Velskar og írskar þjóðsögur af
vafasömum uppruna, sem lengi
höfðu geymzt í minni og menn eru
ekki á eitt sáttir um, hvernig skilja
skuli, benda þó til þess að Drúíðar
hafi ríkt með þeim þjóðum allt til
þess að þær tóku kristni.
Fleira er ekki um þá vitað. En
þetta nægði Jóni Aubrey, — og
gerði betur en að nægja William
Stukeley, því að hann bjó til heila
goðafræði og skipulag prestaveldis
úr broii af þessum efnivið.