Úrval - 01.08.1967, Side 96
94
ÚRVAL
Ég er ekki kaþólskur,
og árum saman gladdi
sú staSreynd mig inni-
lega. Ég var alinn upp
við kenningar amerísku
biskupakirkjunnar. í heimavistar-
skólanum, sem ég var í í Nýja Eng-
landi, var okkur leyft að velja,
hvaða kirkju við vildum sækja þar
í bænum. Og þá valdi ég Únitara-
kirkjuna og varð eldheitur Únitari.
Þetta var einmitt blómatími glæpa-
mannanna í Chicago, sem voru
ítalskir kaþólikkar, og stjórnm'ála-
jöfranna í Boston, sem héldu öllu
í járngreipum, en þeir voru írskir
kaþólikkar. Við vorum mjög siða-
vandir mótmælendur og ræddum
okkar á meðal um það, hvílíkt sið-
gæði væri fólgið í því, að einhver
Capone eða Luciano þyti eins og ör
væri skotið niður eftir strætinu að
næsta skriftarstól, að afloknu hverju
morði, eða stjórnmálamennirnir
flýttu sér sömu leið, í sömu erinda-
gjörðum, að afloknu hverjum meiri
háttar kosningasvikum.
Ég hafði einnig fleiri ástæður til
að gleðjast yfir því, að ég var ekki
kaþólskur. En helzta aðfinnsluefni
mitt í garð kaþólikka var það, að
þeir álitu mína trú algerlega ranga,
hvort sem ég hneigðist að biskupa-
kirkjunni, Únitörum eða jafnvel
að skozku kirkjunni, svo ranga og
hættulega, að engum kaþólikka var
leyft að stíga fæti sínum inn í mína
kirkju.
Nú hef ég' skipt um skoðun, og
ég grét, þegar Jóhannes páfi dó,