Úrval - 01.08.1967, Qupperneq 99

Úrval - 01.08.1967, Qupperneq 99
JÓHANNES PÁEI 97 mælisdaginn sinn í Kirkju Heilagr- ar Maríu í Róm. Hann hélt fyrstu guðsþjónustu sína í St. Péturskirkj- unni næsta dag, en flýtti sér svo heim til Sotto il Monte til þess að halda þar næstu guðsþjónustu. Og nú varð hann fyrir einstakri heppni. Páfinn útnefndi mjög at- hyglisverðan hæfileikamann í bisk- upsembættið í Bergamo, Giacomo Radini-Tedeschi að nafni, og vígði hann sjálfur í Vatíkaninu. Nýi bisk- upinn lét til sín taka þau átök, sem þá voru milli kirkju og ríkis á Ítalíu. Hann var einmitt að svipast um eft- ir heppilegum ritara, er hefði mikla starfsorku til að bera og góðan skilning á kirkjulegum málefnum. Og þá beindist athygli hans að hin- um unga presti, Angelo Guiseppe Roncalli. Þessi tilvonandi páfi (en þegar hann hafði heimsótt Sotto il Monte til þess að halda þar sína aðra guðs- þjónustu, hafði þorpslæknirinn sagt við hann: „Ungi maður, þér verðið einhvern tíma páfi“, og þeir höfðu báðir hlegið að.orðum þessum) var nú ritari eins þess biskups, sem mestur styrr stóð um. Þeir lögðu tafarlaust til orustu við andkristn- ina, og innan skamms voru þeir orðnir flæktir í alls konar vinnu- deilur. Þeir neyddu sjálfa sig til þess að öðlast skilning á raunveru- legum vandamálum verkamannanna og gerðu tilraunir til þess að leysa þau. Þannig sýndu þeir, að kirkj- an ber ekki einungis andlega vel- ferð meðlima sinna fyrir brjósti, heldur einnig hina veraldlegu. Mörgum atvinnurekendum til sárra leiðinda tóku þeir Tedeschi og Ron- calli drjúgan þátt í hinu mikla verk- falli verkamannanna í Ranica árið 1909 og studdu þá verkfallsmenn af heilum hug. Síðan tók ungi presturinn að skipuleggja víðtæk samtök, er báru heitið „Kaþólsk framkvæmd“. Hann hélt einnig áfram að kenna í kenn- araskólanum í Bergamo og gefa út fréttapistla þar í sókninni, og allt var þetta í því augnamiði gert að breyta viðhorfum kaþólsku kirkj- unnar og eldri embættismanna innan hennar og gera þau frjálslyndari, en hann áleit þau einkennast af aft- urhaldssemi. í frítíma sínum tók hann að rannsaka líf og starf St. Charles Borromeo; og aflaði sér gagna í því augnamiði í bókasafninu í Mílanó. Það var ekki fyrr en mörgum árum síðar eða árið 1952, að 5 binda verk hans um efni þetta var gefið út. Hann hlýtur þá þegar að hafa hugsað sem svo: ,,Hefði ég bara það vald og þau áhrif innan kirkjuheildarinnar, sem biskupinn minn hefur innan Bergamobiskups- dæmisins ......“ í fyrri heimsstyrjöldinni gekk hann í hj úkrunarliðssveitirnar árið 1915, en það var venja presta að gera slíkt. Tólf árum áður hafði hann gegnt eins árs herskyldu sem óbreyttur hermaður í Bergamo, og þá hafði honum tekizt að ná lið- þjálfatign, en þó var það langt frá því, að slíkt hafi verið fyrirhafnar- laust fyrir hann. Nú var Roncalli liðþjálfi sendur til baka til her- sjúkrahússins í Bergamo, og þar var hann tafarlaust gerður að herpresti og hlaut liðsforingjatign. Hann var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.