Úrval - 01.08.1967, Page 104

Úrval - 01.08.1967, Page 104
102 ÚRVAL sjónvarpstökuljósanna í St. Péturs- kirkjunni í Róm. Þegar maður einn óskaði honum til hamingju og ósk- aði honum alls hins bezta í fram- tíðinni, svaraði hann: ,,Sá, sem verður páfi 78 ára að aldri, á sér ekki mikla framtíð." En þar hafði hann sannarlega rangt fyrir sér. Hann hafði ekki fyrr tekið við embættinu en það var sem snarpur vindgustur breyt- inganna færi um hina „Heilögu borg“. Píus páfi hafði fyrir löngu lagt niður reglulegar áheyrnir fyr- ir kardínálana á ákveðnum dögum vikunnar. Hinn nýi páfi kom þeim á aftur og útnefndi 23 nýja kardí- nála, en margir þeirra voru erlendir. Hann áleit, að kirkjuna vantaði „nýtt blóð“ hið fyrsta og með því kæmu fram nýjar hugmyndir. Og árið 1960 útnefndi hann fyrsta negrann sem kardínála. Jóhannes páfi fór nú að heimsækja ýmsa staði utan Vatíkansins, bæði vegna þess að hann hafði unun af að hitta fólk og einnig vegna þess að hann vildi þannig leggja áherzlu á þá staðreynd, að hann væri ekki aðeins páfi heldur einnig biskup Rómaborgar. Ein fyrsta af slíkum heimsóknum hans varð til þess að hneyksla suma, en þó voru þeir samt miklu fleiri, sem glöddust yfir henni. Hann heimsótti hið stóra fangelsi, Regina Coeli, í Róm. Þar gerði hann sér far um að tala við alla og lengst við þá, sem voru þar að afplána alvarlegustu glæpina. Hann skýrði þeim frá því, að einn frændi hans hefði eitt sinn verið settur í fangelsi fyrir „óhlýðni við lögin“. Blaðamennirnir voru sem þrumu lostnir og miður sín vegna þessarar yfirlýsingar og flýttu sér að breyta henni svolítið. Enginn páfi fyrr eða síðar hafði nokkru sinni gert tilraun til þess að komast í svo náin tengsl við fólk- ið. En hvað Angelo Roncalli snerti, var hér aðeins um byrjun að ræða. Og samt var svo lítill tími til stefnu. Það var aðeins um að ræða eina veröld, einn heim. í hjarta sínu hafði hann alltaf vitað þetta, og ferðalög hans höfðu fært honum heim sanninn um þessa skoðun. Og umfram allt var í rauninni aðeins um að ræða eina kirkju. Hann varð að hitta fulltrúa annarra kirkju- deilda, skilja þá og draga þá nær hverjum öðrum í einni allsherjar- kirkju. Hann varð að finna sameig- inlegan grundvöll fyrir alla kristna menn, og hann hófsa þegar handa í þessu efni. Rússnesku grísk- kaþólsku kirkjunni var boð- ið að senda fulltrúa á hans fund. Erkibiskupinn af Kantara- borg tók líka slíku heimboði páfa og varð fyrsti erkibiskup ensku biskupakirkjunnar til þess að heim- sækja Vatíkanið, frá því að Henrik 8. Englandskonungur hafði afsagt alla páfa og útskúfað þeim 400 ár- um áður. Og hann tilkynnti líka um fyrirætlanir sínar um að kalla saman 2. Vatíkanþingið. Fyrsta Vatíkanþingið, er kom saman árið 1870, hafði innt af hendi mikið starf, sett margs konar lög og reglur, þar á meðal má telja kenninguna um óskeikulleika páfa. Það hafði reynzt óskaplega yfir- gripsmikið starf að ná biskupum og prestum víðs vegar að úr heimin-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.