Úrval - 01.08.1967, Qupperneq 107
JÓHANNES PÁFI
105
bragða veraldarinnar. Við þau hjón-
in mælti hann þessi orð: „Þið seg-
ist vera trúleysingjar. En þið vilj-
ið áreiðanlega taka við blessun
gamals manns börnum ykkar til
handa?“ Og það gerðu þau í auð-
mýkt og rneð þakklátum hug.
Hin afurhaldssamari öfl innan ka-
þólsku kirkjunnar óttuðust enn að-
gerðir páfa, en smám saman tókst
honum að vinna þau á sitt band, þótt
hægt færi. En þótt sumir menn væru
í andstöðu við hugmyndir hans, þótti
flestum vænt um hann sem persónu.
En hann vissi, að nú hafði hann
ekki langan tíma til stefnu og þegar
læknir hans skýrði honum frá því,
að hann kynni að vera með æxli í
kviðarholinu, mælti hann eftirfar-
andi orð eftir að hafa velt því fyrir
sér um stund, hvað orð læknisins
kynnu að merkja: „Jæja þá, verði
Guðs vilji. En hafið engar áhyggjur
af mér, læknir. Eg er búinn að láta
niður í ferðatöskurnar mínar og er
reiðubúinn að halda burt.“
Smátt og smátt komu sjúkdóms-
einkennin í ljós og urðu óvéfeng-
anleg. Þjáningar hans færðust í
aukana. Það kom fyrst fram opin-
berlega í nóvember 1962, að eitt-
hvað væri að. Þetta var næstum
nákvæmlega fjórum árum eftir að
hann hafði tekið við páfatigninni.
Hann neyddist þá til að aflýsa al-
mennri áheyrn vegna „meltingar-
truflana".
Batinn kom hægt og aðeins að
nokkru leyti. Er hér var komið mál-
um, vissi hann, að sjúkdómur hans
var ólæknandi. En strax og hann
komst á fætur, tók hann upp fyrri
hætti sína, fór út á meðal fólksins,
óbugandi en fölur. Hann fór í heim-
sóknir og talaði við fólk eins og áð-
ur og hlustaði á það. Einstaka sinn-
um kom það óvænt fram, að hann
gerði sér grein fyrir því, að hverju
fór, hvað hann sjálfan snerti. Hann
skýrði hóp gesta frá því í aprílmán-
uði með eftirfarandi orðum: „Það,
sem kemur fyrir alla menn, kann
bráðlega að koma fyrir páfa þann,
sem talar til ykkar núna.“ Þetta
sagði hann tveim mánuðum fyrir
andlát. sitt.
Þann 21. maí var það tilkynnt af
Vatíkaninu, að páfinn hefði aflýst
öllum áheyrnum og viðtölum í
næstu 9 daga. Það var tekið fram,
að á þeim tíma kæmi hann ekki
fram opinberlega, heldur hvíldist
og bæðist fyrir til undirbúnings
hvítasunnuhátíðinni. Þessi hugrakki
maður neyddist til þess að liggja
mestallan þann tíma í rúminu vegna
innvortis blæðinga, þótt hann færi
á fætur öðru hverju til þess að biðj-
ast fyrir með mannfjöldanum, sem
safnazt hafði saman á St. Péturs-
torginu fyrir neðan glugga hans.
Og nú hófst baráttan við dauð-
ann sjálfan, barátta, sem einkennd-
ist af næstum ótrúlegu hugrekki.
Mannkynið gerði sér grein fyrir því,
að hinni stuttu, athafnasömu stjórn-
artíð Jóhannesar páfa var nú að
ljúka. Þetta var sem reiðarslag.
Læknar fluttu inn í Vatíkanið og
höfðust þar við til þess að reyna
að draga úr þjáningum hans. Þján-
ingarnar jukust, og samt neitaði
hann jafnvel að viðurkenna það.
Hinn gamli vinur hans og læknir,
dr. Gasbarrini í Bologna, tilkynnti,