Úrval - 01.08.1967, Blaðsíða 108

Úrval - 01.08.1967, Blaðsíða 108
106 ÚRVAL að endalokin væru að nálgast, en að sjúklingur hans „hefði sterka líkamsbyggingu, sem hæfði vel hin- um járnharða vilja hans“. Hann iifði lengur en læknarnir höfðu búizt við. Nokkrum dögum eftir þann dag, sem þeir höfðu álitið, að yrði hans síðasti, fór hann á fæt- ur, náfölur og hræðilega þjáður, en samt brosandi, til þess halda ráð- stefnu um mál Vatíkansins. „Hann hefur eins sterkt hjarta og hestur," sagði einn af embættismönnum Vatíkansins. Hann féll öðru hverju í dá, og nú gerðist slíkt með styttra miilibili. Og þegar komið var með hina öldnu systur hans og þrjá bræður frá Sotto il Monte að rúmi hans, þekkti hann þau ekki í fyrstu. En svo var sem hann næði tökum á mínninu sem allra snöggvast, og hann þekkti þau snögglega. Hann settist upp í rúminu og faðmaði þau að sér. Þegar hann hafði fulla rænu og gat hugsað nokkurn veginn skýrt, blessaði hann alla viðstadda og bað fyrir velgengni Vatíkanþingsins og fyrir heimsfriðinum. í hvert sinn er hann missti meðvitund að nýju, voru allir viðstaddir vissir um, að nú væru endalokin komin. Eitt sinn er læknir hallaði sér yfir hann til þess að athuga slíkt nánar, opn- aði páfinn augun, brosti og sagði: „Með dauðanum hefst nýtt líf.“ Og enn á ný streittist hann á móti ásókn dauðans. Hann var kominn al- veg að yztu mörkum lífsins, en honum tókst samt enn einu sinni að fá fulla meðvitund og mál, og þá sagði hann: „Ég hef getað fylgzt með dauða mínum skref fyrir skref. Nú held ég sæll á leiðarenda." Og samt komst hann ekki á leið- arenda fyrr en nokkrum dögum síðar. Milljónir manna um gervall- an heim fylgdust með baráttu þessa mikla manns, hryggar í huga. Þús- undir manna biðu á torginu fyrir neðan gluggana hans. Aðrir hímdu við hinar stóru steinsúlur súlna- ganganna og fylgdust með fréttum af líðan hans í ferðaútvarpstækj- um sínum og höfðu vart augun af hinum risastóru bronshurðum Post- ulahallarinnar. Og að morgni þess 3. júní var þeim lokað mjög hægt. Páfinn var látinn. Smábóndasonurinn frá Norður- ftalíu hafði miklu meiri áhrif, bæði sem maður og páfi, en nokkur ann- ar páfi hafði haft á síðari tímum, því að það mátti alltaf greina mann- inn á bak við ytra yfirborð hins mikla embættis. Þeir, sem stóðu ut- an kaþólsku kirkjunnar, jafnt og þeir, er til hennar töldust, litu nú þessa kirkjulegu stofnun allt öðrum augum en áður. Mynd hennar var nú önnur en áður í hugum manna. Jóhannes páfi gerði sér grein fyrir verðmæti fjölmiðlunartækja 20. ald-. arinnar, sjónvarps, útvarps og blaða. Hvað fjölmiðlunartæki þessi snerti, þá var það sjónvarpið eitt, sem olli honum áhyggjum, þótt hann æskti hjálpar þess og krefðist þess, að það hjálpaði honum til þess að út- breiða kenningar kirkju hans. Þegar hann átti að koma fram i sjónvarpi í fyrsta skipti, horfði hann á sjálf- an sig á „prófunartjaldi“, rétt áð- ur en dagskráratriðið skyldi hefj- ast. Hann virti fyrir sér þetta búldu- leita andlit með góðlega svipinn, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.