Úrval - 01.08.1967, Page 112
LENGI
LIFI
EUROBABEL
Það er furðuleg sýn, sem blasir
við augum, þegar við lítum á
tungumálakort af Evrópu, sann-
kallað „Eurobabel“! Fyrir 20
árum lýsti Mario Pei því yfir, að
Evrópa ætti algert met miðað
við hin meginlöndin, hvað þetta
snertir. Og enn er þetta
staðreynd.
Eftir Eoin MacReine.
in stjórnmálalegu landa-
mæri ýmissa Evrópu-
ríkja kunna að mást út
fyrr eða síðar. En hvað
um hindranir þær, sem
tungumálin mynda? Flestir Evrópu-
búar kunna nú a.m.k. eitthvert
hrafl í einhverju erlendu tungu-
máli auk móðurmáls síns.
Margir hafa vonazt eftir tilkomu
sameiginlegs tungumáls til þess að
auka gagnkvæman skilning hinna
ýmsu Evrópuþjóða. Sú hugsjón varð
Zamenhof sannkallaður innblástur,
og hann tók til óspilltra málanna
og bjó til Esperantó, og hið sama er
að segja um höfunda ýmissa ann-
arra „tilbúinna“ tungumála, svo sem
Ido, Volapuk, Interlingua og um
200 annarra gervitungumála, sem
búin hafa verið til síðustu tvær ald-
irnar. Það er viðurkennt, að smám
saman eru hindranir þær, sem
tungumálin mynda, að hverfa, jafn-
vel þótt gervitungumálin eigi ekki
stóran þátt í því.
110
Irish Digest