Úrval - 01.08.1967, Síða 120
118
Goya, hinn mikli spánski málari,
var aðeins grófgerður sveitapiltur
á fimmtánda ári, og hann skemmti
sér við að draga myndir með kol-
um á hlöðuvegginn. Múnkur einn
átti þarna eitt sinn leið framhjá, og
sá piltinn niðursokkinn við að
skreyta hlöðuna. Kuflmaðurinn lok-
aði bænabók sinni, hrósaði drengn-
um fyrir verk hans, og bað um að
fá að tala við foreldra hans. Guðs-
maðurinn sannfærði foreldra
drengsins um að hann byggi yfir
sérgáfu og þeir fólu drenginn um-
sjá múnksins. Þessi uppgötvun
duldra hæfileika leiddi til verka
eins mikilhæfasta málara, sem ver-
öldin hefur eignazt.
Hvernig stendur á því, að ókunn-
ugt fólk, sem á leið hjá af tilviljun,
uppgötvar hæfileika, sem er alger-
lega hulinn þeim, sem nær mann-
inum standa? Það eru ekki allir
eins heppnir og Lee De Forest, sá
sem fann upp heyrnartólið og oft
er nefndur faðir útvarpsins.
Dr. Forest sagði mér, að þegar
hann var þrettán ára hafði hann
verið viss um hvaða hlutskipti hann
ætti að velja sér í lífinu, hann ætl-
aði sér að verða uppfinningamaður
á svið véla og rafmagns. Hann skorti
aldrei eitt augnablik sjálfstraust í
þessu efni.
„Mitt ráð til allra, sem ekki eru
eins heppnir og ég er, að vera frá
byrjun vissir um hæfileika sína á
ÚRVAL
einhverju sérstöku sviði, að fara
í huganum vítt og breitt yfir
alla mannlega starfsemi, og velja
það sem þeim lízt bezt á þá stund-
ina, fara síðan yfir þetta allt á
sama hátt einu eða tveimur árum
síðar, og hafi þeim þá tekizt að
finna, hvar þeir eiga að ryðjast
fram, gera það þá af fullum krafti.“
Hermann Seeley, fjármálaritstjór-
inn, vill gefa ungum mönnum eftir-
farandi ráð: Gerðu þér ljóst að hæfi-
leikar þínir eru aðeins tæki til að
ná einhverju settu marki. Gerðu þér
einnig ljóst, að það sem þér fannst
að hæfileikar þínir beindust fyrst
að, getur verið skakkt ályktað.
Reyndu samt að vinna að uppfyll-
ingu æskudrauma þinna, en gerðu
þér jafnframt ljóst, að þú getur
máski náð árangri á fleiri sviðum,
en þú upphaflega hélzt. Vertu því
stöðugur í rásinni, en jafnframt
vakandi og sveigjanlegur og reiðu-
búinn að grípa tækifærin. En um-
fram allt vertu við því búinn, að
gangi hægt, að mynda hið þroskaða
sjálfstraust með sjálfum þér og
farðu þér hægt í því. Það er betra
að byggja hægt og varanlega, heldur
en hoppa strax upp í skýin í draum-
um sínum.“
Dr. Willis Witney, forstjóri rann-
sóknarstofnunar General Eletric
segir: Þú nærð markinu venjulega
um það leyti, sem þú ert að gefast
upp.“
Þegar æskumaður byrjar að sá sínum „villtu höfrum“, er kominn
timi til fyrir föðurinn að setja þreskivélina í gang.