Úrval - 01.08.1967, Page 121
119
Orð og orðasambönd
Hér fara á eftir 20 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu.
Prófaðu kunnáttu þina í íslenzkri tungu og auk þú við orðaforða þinn með
því að finna rétta merkingu. Gæt þess, að stundum getur verið um fleiri en
eina merkingu að ræða.
Til gamans getur lesandi gefið sjálfum sér einkunn og metið þannig getu
sína, þ e. o,5 fyrir hvert rétt svar og tilsvarandi lægri einkunn fyrir svarið,
ef um er að ræða fleiri en eina rétta merkingu og hann hefur aðeins íekið
fram aðra eða eina þeirra.
1. ambur: hráefni i ilmvötn, kvörtun, skel, jarðyrkjuverkfæri, heyvinnu-
áhöld, steðji, hávaði, fyrirhöfn, snúningur.
2. morkefli: hluti af vefstól, tóvinnuáhald, barefli til að rota sel, kefli til
þess að fletja út deig, smíðaáhald, trékubbur til að setja i munn e-s,
saumnálahylki, áhald til að siétta lín með.
3. kirna: Grunnt ílát, poki, furða, undrun, ker, innsti hluti e-s, mergð,
hrúga, úlpa.
4. risnusamur: kjaft-for, ágengur, óeirin, haldinn flökkueðli, ósamvinnu-
þýður, móðgunargjarn, örlátur.
5. að hlymja: að hlæja, að hásta, að ræskja sig, að setjast þyngslalega, að
glymja, að braka, að þegja yfir e-u, að kjafta, að berja.
6. keipóttur: undirförull, þrábiðjandi, auðmjúkur, nízkur, ágjarn, lyginn,
duttlungafullur, óálitlegur, klaufalegur.
7. að hvappast upp á: að sýna ágengni, að leita á, að klöngrast upp á, að
koma óvænt fyrir, að verða sundurorða við e-n, að ráðast á.
8. hvipp: duttlungar, hvísl, órói, hopp, stökk, sviptingar, hringlandaháttur,
ringulreiö, uppnám, ólæti.
9. kárína: della, undirferli, yfirbót, hrekkir, refsing fyrir drýgða synd, gleði,
ærsl, afkáraskapur, léttúð, ílát, áhald.
10. ambolti: steðji, leikfang, heyvinnuáhald, skel, fyrirgangur, hlunkur, risi
slóði, kauði.
11. að flimta um e-ð: að dylgja, að hæðast að e-u, að kjafta frá e-u, að hnýs-
ast i e-ð, að verða skemmt vegna e:s, að raupa.
12. dári: hrútur, fífl, æringi, kvennabósi, fól, yfirgangsseggur, kauði, slóði
13. að fleipra: að glenna sig framan í, að þjóta, að blaðra, að vera á iði, að
kjafta frá, að Ijúga, að flangsast utan í.
14. firn: býsn, fjarstæða, fjarlægð, ósköp, gamii tíminn, öræfi, gamlar hey-
birgðir, hrörnun vegna aldurs, afskrift.
15. fjölmælgi: orðkynngi, skvaldur, rógur, óábyrg orð, undanbrögð, yfirlýs-
ing, ákvæði, formæling, meiðyrði.
16. að draga dám af: að fá bragð af, að hæðast að, að komast að e-u, að þrá,
að líkjast, að gorta af.
17. naddur: speni, steinn, varta, oddur, dauði, vopn, geisli, hjúpur.
18. hypja: horuð kona, logn, tötraleg kona, lausofið efni, tuska, hrúga, hjúpur.
19. gapaldur: galdrastafur, jarðsprunga, léttúðardrós, op, kjaftaskúmur, þvað-
ur, háreisti, kjaftagangur, slúðurberi.
20. teitur: di'ukkinn, ráðagóður, montinn, kátur, glæsilegur, holdugur, djarf-
mannlegur.
Sjá svör á bls. 109.