Úrval - 01.08.1967, Blaðsíða 125
GÁFNALJÓSAKLÚBBURINN
123
semi Mensa árlega. Yfir 20.00 gáfna-
próf eru tekin árlega á vegum fé-
lagsins, og um 3.000 af þeim um-
sækjendum standast fyrstu prófan-
irnar. Og af þessum 3.000, sem þær
standast, eru um 350 síðan teknir
í félagið.
Ef þú heldur, að þú sért svolítið
snjallari en „fólkið í kringum þig“,
geturðu sannað það með því að
ganga í þann klúbb, sem sýnir
mesta vandfýsni, hvað snertir inn-
göngu nýrra meðlima. Beinir þú
fyrir spurn til: Mensa, 50. E. 42nd
St., New York City 10017, muntu
fá fullar upplýsingar.
Áreiðanleilci greindarvísitölunnar.
Flestir „Emmar“ eru fyllilega sannfærðir um gildi og áreiðanleika
gáfnaprófa og greindarvísitölu.
„Ég er lifandi sönnun þess, að með hjálp gáfnaprófanna er hægt að
velja snjallt fólk, sem „kvörn fræðslúkerfisins" kemur ekki auga á,“
segir Serebriakoff, alþjóðaritari félagsins Mensa. Þessi 54 ára gamli
framkvæmdastjóri og uppfinningamaður segist hafa gefizt upp i skóla
og hætt þar 15 ára að aldri og að gáfnapróf á vegum brezka hersins
hafi gerbreytt öllu lífi hans.
„Herinn hélt því fram sem staðreynd, að ég væri snjall, og þetta
varð til þess að grafa talsvert mikið undan ónauðsynlegri „hæversku"
minni,“ segir hann.
Wall Street Journal (27. 1. 67J
Skilgreining stofnunar þeirrar, er „hjónaband" nefnist: Menntastofn-
un, þar sem maðurinn missir BA-gráðuna sína og konan hans fær
MA-gráðu.
Bóndi einn í Clarehreppi í Irlandi kom heim með hest, sem hann
hafði keypt á markaðinum, en skepnan fékkst hvorki til Þess að éta
eða drekka.
„Ja, hérna!“ sagði bóndinn. „Reynist hann nú vera duglegur að
vinna, verða þetta beztu kaup, sem ég hef nokkurn tíma gert.“
Karl nokkur var helzt til sólginn í brennivínstár. Eitt sinn spurði
sóknarpresturinn karlinn: „Hvernig býstu við að komast inn í himna-
ríki?“
Þá svaraði karl: „Það er ofur auðvelt. Þegar ég kem að hliðum
himnarikis, opna ég hurðina og loka henni og opna hana og loka henni
og opna hana og loka henni og held áfram að gera það, þangað til
Lykla-Pétur missir alveg þolinmðiæna og segir: í öllum guðanna
bænum, Tim, annað hvort skaltu drattast inn eða halda þig utan dyra!“
Maður einn, sem var eitt sinn yngsta barnið í fjölskyldu, þar sem
börnin voru fjórtán talsins, segist hafa verið orðinn tvítugur, áður en
hann komst að því, að tilværu aðrir hlutar á kjúklingnum en sósan.