Úrval - 01.08.1967, Blaðsíða 126
Eftir Lucy Kavaler.
í fyrri og síðari heims-
styrjöldinni fréttum við,
að Þjóðverjar hafi búið
til steik úr sagi. En það,
sem var gert í raun og
veru, er alveg eins ótrúlegt. Það
var ekki hægt að leggja sér trjá-
viðarúrgang til munns, en það er
hægt að nota slíkt sem eins konar
jarðveg, sem hægt er að rækta æt
matvæli, þ. e. a. s. gergerla.
Næringarefnafræðingar álíta, að
ýmsar tegundir gerla verði ein
af helztu fæðutegundum manna í
framtíðinni og muni mynda mik-
inn hluta þess fæðuskammts, sem
halda muni í mönnum lífi í fram-
tíðinni. Hentugustu gergerlarnir til-
heyra flokki þeim, sem gengur und-
ir fræðiheitinu „Candida utilis“
eða hinu gamla nafni sínu „toru-
la“. Þessi tegund myndar ekki gerj-
un, heldur tímgast aðeins með ó-
trúlegum hraða. Ef nokkrar torula-
frumur komast í bjórmalt, ná þær
algerlega yfirhöndinni, þær vaxa
hraðar en ölgerinn, og því fær
bruggarinn prýðilega uppskeru af
torulagergerlum í stað bjórs, þegar
slíkt kemur fyrir. Þetta er auðvit-
að tjón fyrir bruggarann, en af
þesu má sjá, hvílíkt stórvirki tor-
ulagergerlarnir geta unnið.
Torulagergerlar framleiða eggja-
124
Catholic Digest