Úrval - 01.08.1967, Side 128
126
ÚRVAL
leiðslu, strax og þeir gátu fengið
eggjahvítuefni á venjulegan hátt.
En upp úr 1930 var farið að leggja
meiri áherzlu á framleiðslu byssa
en smjörs í Þýzkalandi. Var þá far-
ið að nota gerla í stórum stíl. Var
honum bætt í súpur, kartöflur og
grænmeti, sem lítið eggjahvítuefni
var í, og herinn alinn á þessu. —
Hestar fengu einnig fóðurtöflur,
sem innihéldu ger.
f síðari heimstyrjöldinni álitu
Þjóðverjar, að menn hefðu fremur
þörf fyrir aukaorku gersins heldur
en hestarnir. Dregið var mjög úr
germagninu í fóðurtöflunum, svo að
meira yrði eftir handa mannfólk-
inu. Sex risastórar verksmiðjur
hófu framleiðslu og 13.500 tonn af
torulageri voru framleidd árlega og
seld á eitt ríkismark kílógrammið.
Torulagerlarnir þarfnast ekki
neins úrvalstjáviðar til fæðu sinn-
ar. Helming hvers trés, sem fer til
iðnaðar, er kastað. Það væri hægt
að rækta torulagergerla í þessum
úrgangi, því að trjáviður er kol-
vetni að tveim þriðju hlutum.
Þegar pappír er búinn til, eru
trjáspænir soðnir í sýru. Um helm-
ingurinn leysist upp, en afgangur-
inn verður trjákvoða. Þeim helm-
ingi, sem er í fljótandi ásigkomu-
lagi, er venjulegast hent. En þetta
er næstum því fullkomið næringar-
efni fyrir torulagergerlana. Því til
viðbótar þarf aðeins lítið magn af
köfnunarefni, fosfötum og kalísölt-
um og um 32,2 stiga hita á Celsi-
us, auk stöðugs magns af lofti, og
við slík skilyrði tímgast torulagerl-
arnir geysihratt.
Aðrar prýðilegar uppsprettur kol-
vetna í þessum tilgangi eru ofþrosk-
aðir bananar, frækjarni palmyru-
pálmatrjáa, kafficherrykvoða, sýr-
óp (sykur legir), búið til úr sveskj-
um, fíkjum, rúsínum, eplum, per-
um, ferskjum, sítrónum, grapeald-
inum og appelsínum. Væru slíkar
gerverksmiðjur stofnsettar á sykur-
plantekrum, gæti sama land og var
áður notað til þess að framleiða
4,5 tonn af sykri, nú framleitt sama
magn af sykri og bar að auki 2,25
tonna af eggjahvíturíki geri ár-
lega.
í tilraun einni, sem gerð var í
Bretlandi, tókst að framleiða 216
pund af þurrgeri á 24 klukkustund-
um. Síðan var geranum blandað í
kjötkássur, ávaxtakökudeig og
mjólkurbúðinga, sem 100 flugmenn
neyttu svo með góðri lyst og höfðu
ekkert við þetta að athuga. Síðan
var hópi vannærðra barna einnig
gefið ger með góðum árangri.
Eftir að þessi tilraun hafði ver-
ið gerð í Bretlandi, voru stærri
verksmiðjur stofnaðar til gerfram-
leiðslu í brezkum nýlendum, þar
sem sykur var framleiddur. Van-
nærðrir holdsveikissjúklingar á eyj-
unni Trinidad í Vestur-Indíum tóku
mjög miklum framförum og litu
miklu betur út, eftir að matargeri
hafði verið bætt í mat þann, er
þeir neyttu. Fangar í Nigeríu, sem
þjáðust af bætiefnaskorti, tóku einn-
ig miklum framförum, er geri var
bætt í þeirra daglegu fæðu. Svert-
ingjar í Mið-Afríku, sem lifa með-
al annars á rétti einum, sem búinn
er til úr blómum og blöðum, fengu
gera til viðbótar. Var honum bætt í
rétt þennan.