Úrval - 01.08.1967, Qupperneq 129
NÝ, ÞÝÐINGARMIKIL FÆÐUTEGUND . . .
127
Geri var bætt í hafragraut og
brauð á svæðum þeim, þar sem
kornmatur er ein helzta fæðuteg-
undin. í hrísgrjónaræktarlöndum
var geranum aftur á móti blandað
saman við karrý eða önnur bragð-
bætandi kryddefni.
Eggjahvítuefnin í torulageri eru
auðug af einni þýðingarmestu am-
ínosýrunni, lysine, sem vantar aft-
ur á móti að mestu leyti í korn.
Það er af þessum sökum, að það
er svo gott að bæta geri í brauð
og hafragraut. Torula inniheldur
mikið af bætiefnunum thiamine
(Bi), rifboflavini (B2) og niacini.
Breyta má efnasamsetningu tor-
ulagerfrumunnar, ef þess er óskað.
f báðum heimsstyrjödunum skorti
Þýzkaland fitu jafnt og eggjahvítu-
efni. — I gerfrumum er venjulega
minna en 6% fita. En þýzku vís-
indamennirnir létu gerfrumurnar
halda áfram að vaxa, eftir að kom-
ið var fram yfir hinn venjulega
,,uppskerutíma“ gersins, þ. e. þegar
gergerlarnir höfðu ekki lengur neitt
köfnunarefni, og þannig tókst þeim
að auka fituinnihald þeirra upp í
25%. Og við sérstaklega ákjósan-
leg skilyrði í rannsóknarstofum
tókst þeim að auka fituinnihaldið
upp í 60%.
Bandaríkjamenn neyta að meðal-
tali 3.000 hitaeininga á dag. Þar af
fá þeir 500 hitaeiningar úr eggja-
hvítuefnum. Sæmilega stæður Af-
ríkubúi álítur sig heppinn, ef hann
fær 2.000 hitaeiningar á dag, þar af
200 úr eggjahvítuefnum. Og hann
verður að eyða 4/5 hlutum sinna
lágu tekna til þess að afla sér þess-
arar daglegu fæðu. Hinir raunveru-
legu fátæklingar Afríku, Suður-
Amei'íku, Mið-Austurlanda og hinna
fjarlægari Asíuríkja, en þeir eru
mikill meirihluti íbúa landa þess-
ara, fá alls ekki næg eggjahvítu-
efni í daglegri fæðu sinni. Næring-
arefnasjúkdómurinn „kwashiorkor“
er ein helzta dánarorsök barna und-
ir 5 ára aldri á svæðum þessum. •
Læknum við Næringarstofnun
Mið-Ameríku og Panama (INCAP)
hefur tekizt að framleiða ódýra
fæðutegund, sem hefur að geyma
mikið magn næringarefna. f henni
er mikið af eggjahvítuefnum úr
jurtaríkinu. Þessi fæðutegund sam-
anstendur af hverjum þeim mat-
vælum, sem ræktuð eru á hverjum
stað, en við hana er svo bætt tor-
ulageri. Ein mataruppskriftin hljóð-
ar upp á maísmjöldeig, sesamemjöl,
baðmullarfræjaköku, kikuymjöl og
torulager. Þetta er soðið í tvöföld-
um suðupotti með sykri og vatni
og verður að sætum, heitum drykk.
Jafnvel beztnærða fólkið í heim-
inum hefði gott af aukaskammti af
eggjahvítuefnum og bætiefnum. —
Charmin- og Rhinelander-pappírs-
verksmiðjurnar í Wisconsinfylki í
Bandaríkjunum nota nú trjáviðarúr-
gang til þess að framleiða um 7.200
tonn af torulageri á ári. Geranum er
bætt í ails konar tilbúnar sósur,
tilbúna rétti, kartöfluspæni, barna-
mat, tekex, súpur, grænmeti, kjöt-
kássur, smurosta og dýramat.
Torulager hjálpar nautgripum til
að melta trénið í jurtunum, sem
þeir háma í sig. Torulagerinn hefur
þau áhrif á minkana, að feldurinn
verður enn fallegri. Silungar, sem
aldir eru á torulageri, vaxa hraðar