Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 12
10
Af hverju er þessi munur á gerð
styttanna? Hvers vegna hættu
Pascuanar að búa til styttur? Af
hverju voru þessar firnamiklu inn-
byrðisdeilur á svona fámennri og
afskekktri eyju, og af hverju þessi
eyðileggingarstarfsemi öðrum
þræði, en skapandi menning hinum
þræðinum?
Menn hafa viljað eigna þetta leið-
indum. Eyjan er trjálaus, og íbú-
arnir gátu ekki smíðað sér nægjan-
lega stóra báta til að komast burtu
frá eyjunni. Eyjan var nógu frjó-
ÚRVAL
söm til að sjá íbúum sínum fyrir
lífsviðurværi, en það var líka allt
og sumt. Þarna voru engin villt
dýr og því ekkert veiðifang, ómæl-
anlegt. haf umlauk eyjuna og íbú-
arnir sáu aldrei framandi fólk og
höfðu engar spurnir af umheimin-
um öldum saman.
Hafa þeir ekki reynt að drepa
leiðindin og fábreytnina með leikj-
um og íþróttum, trúarathöfnum,
innbyrðisstyrjöldum og síðast en
ekki sízt í listum, sem myndastytt-
urnar bera minjar um.
Sjónvarp? Takið bara eftir andlitssvip fólks, þegar það horfir á það?
Alveg eins og á svíni, þegar búið er að skera það á háls.
John Steinbeck.
Lítil auglýsing í dagblaði í Lundúnum: „Úrvals matreiðslukona leitar
eftir atvinnu við matsal forstjóra. Fær um að matreiða allt upp í 25
manns."
Skömmu eftir að Winston Churchill yfirgaf hóp íhaldsmanna í neðri
deildinni og fór yfir til þingmanna frjálslynda flokksins, bauð hann
eitt sinn ungri konu í mat í borðsal þinghússins. Hún leit daðurslega á
hann og sagði:
„Það er tvennt, sem mér geðjast ekki að hjá yður, herra Churchill."
„Og hvað er það.“
„Nýju stjórnmálaskoðanirnar yðar og yfirskeggið."
„Kæra frú,“ svaraði hann ísmeygilega. „Þér skuluð ekki hafa áhyggj-
ur af þessu. Þér eruð hvorki líkleg til þess að komast i snertingu við
skoðanirnar né skeggið."
Skólabörnin voru á ferð utan borgarinnar til þess að sjá farfuglana
leggja af stað í langferð sina. Kennslukonan útskýrði fyrir þeim, að
fuglarnir væru háværir og æstir, af þvi að þeir væru að leggja af
stað i langa ferð. Svo spurði hún bekkinn: „Hvað haldið þið, að þeir
séu að segja?“
Þá svaraði ein litla stúlkan: „Ég held, að mömmurnar séu að segja
við börnin, að þau skulu fara á „klóið“, áður en þau leggi af stað.“