Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 63
Nýtt „töfraarmband" til þess að vekja syfjaða ökumanninn.
Belgískur vísindamaður er að gera tilraunir með „töfraarmband“,
sem getur dregið úr ferð bifreiðar og stöðvað hana algeralega, ef
bílstjórinn er ekki í hæfu ásigkomulagi til þess að stjórna bifreið.
Ef til vill er hann örþreyttur eftir sérstaklega erfiðan vinnudag.
Ef til vill hefur hann orðið veikur. Hann kann jafnvel að hafa stanzað
of lengi við „barinn."
En hver svo sem ástæðan kann að vera, staðhæfir Jean Geebelen,
rafeindasérfræðingur í borginni Liege í Belgiu, að armband þetta
muni vara hinn þreytta bílstjóra við þvi að hætta sé í nánd. Hann
verður þó auðvitað að hafa það á handleggnum, ef þetta á að reyn-
ast unnt.
Fyrst mun armbandið koma ljósi á mælaborðinu til þess að byrja
að „blikka.“ Og siðan mun bætast við blísturshljóð í aðvörunarskyni.
En haldi bílstjórinn áfram að hafa fótinn á bensíngjafanum, mun
armbandið valda því, að bensínrennslið til vélarinnar minkar að mun,
og síðan mun það alveg loka fyrir bensíngjöfina, svo að bíllinn stanzar.
Tæki þetta vinnur þannig, að það mælir æðaslátt og svitaútgufun
þess, sem það ber, og gefur ofangreind aðvörunarmerki, ef slíkt er
ekki í lagi. Það sendir hin réttu rafeindamerki eftir leiðslu, sem liggur
frá því til „stjórnkassa", sem festur er neðan á mælaborðið.
Geebelen segir, að tækið sýni ekkert óvænt, á meðan líkamsástand
ökumannsins er eðlilegt. En hann segir, að tækið byrji að gefa aðvör-
unarmerki, ef ökumaðurinn þreytist og það verða breytingar á æða-
slætti og svitaútgufun hans. Þá byrjar „stjórnkassinn" að gefa frá
sér aðvörunarmerki, og slíkt hefur áhrif á bensíngjöfina til vélarinnar.
Svo þegar tæki þetta hefur stöðvað bílinn algerlega, getur öku-
maðurinn ekki komið honum af stað aftur, fyrr en hann er búinn að
taka af sér armbandið.
Geebelen byrjaði að gera tilraunir með tæki þetta fyrir tveim árum,
eftir að honum tókst með naumindum að afstýra því, að hann lenti
í umferðarslysi, þegar hann sofnaði við stýrið á bíl sínum. Hann vonar,
að honum takist að koma armbandinu á markaðinn nú i ár.