Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 13
H.G.
WELLS
Eftir Ronald Seth.
Wells, eins og allir miklir
höfundar, hafði boðskap að
glytja. Hann trúði því að unnt
væri að mennta mannkynið
vísindalega, þannig að það
yrði ein lífræn heild, þar sem
enginn einstaklingur væri
óðrum æðri, því að þeir væru
allir jafn nauðsynlegir fyrir
heildvna. Hann tók hlutverk
sitt alvarlega eins og Tolstoi og
hafði mikil áhrif með ritum
sínum.
Spámenn, sem hafa
nKÆJ(| getað sagt fyrir vís-
EroSuflr indalega og pólitíska
TyanJ framvindu hafa ætíð
verið fáir, einkum ef
þeir hafa líka verið gæddir öðrum,
mikilsverðum hæfileikum. Meðal
þeirra má nefna JULES VERNE,
sem sagði fyrir tilkomu kafbátsins,
ALDOUS HUXLEY, sem skýrði frá
sjálfvirkninni og áhrifum hennar
á mannlífið, og loks H. G. WELLS,
sem í mörgum sögum sínum sagði
fyrir geimfaraöldina.
Wells, eins og allir miklir höf-
undar, hafði boðskap að flytja.
Hann trúði því, að unnt væri að
mennta mannkynið vísindalega,
þannig að það yrði ein lífræn heild,
þar sem enginn einstaklingur væri
öðrum æðri, því að þeir væru allir
jafn nauðsynlegir fyrir heildina.
Hann tók hlutverk sitt alvarlega
eins og Tolstoi og hafði mikil áhrif
með ritum sínum.
Herbert George Wells fæddist í
Bromley á Englandi 21. september
1866. Faðir hans var atvinnu-
íþróttamaður og rak auk þess gler-
vörubúð. Móðir Wells hafði verið
vinnukona áður en hún giftist, og
átti eftir að verða það aftur.
Fjölskyldan var fátæk og frú
Wells var alltaf að eiga börn. Hún
var sífellt að biðja guð um að hann
forðaði henni frá fleiri barneign-
um, en hún var ekki bænheyrð.
Litli drengurinn heyrði bænir
móðurinnar, og hann vissi það mik-
li