Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 90
88
Tálvonir um „kraftaverk fram-
faranna“ virtust staðfestast með
Sputnikgeimskoti Sovétríkjanna.
Einræðisríki getur náð stórkost-
legum árangri, hvað snertir viss
afmörkuð verkefni, þar sem reynt
er til hins ýtrasta að ná settu marki
án tillits til efnahagslegs eða mann-
legs kostnaðar. En Sputnikar eru
ekki fremur sönnun um samfelldan
efnahagslegan styrk en píramíð-
arnir voru í Egyptalandi til forna.
Og hvað er að segja um hið raun-
verulega magn og hæfni hinnar
sovézku iðnvæðingar? Við skulum
taka bifreiðaiðnaðinn til athugunar,
en hann er næstum orðinn prófraun
á styrk og hæfni iðnaðarþj óðfélaga
nútímans.
Bifreiðaframleiðslan í Sovétríkj-
unum hófst á fjórða áratug aldar-
innar með því að keypt var full-
komin Fordverksmiðja frá Detroit,
hún sett upp og búin tækjum af
Bandaríkjamönnum, sem stjórnuou
henni einnig í nokkur ár. En eftir
30 ára reynslu á þessu sviði við-
urkenna Sovétríkin nú, að þau séu
ófær um að búa nýtízku bifreiða-
verksmiðju tækjum og útbúnaði og
koma henni í rekstrarhæft ásig-
komulag. Þess í stað hafa Sovét-
ríkin snúið sér til Fíatverksmiðj-
anna á Ítalíu og farið fram á það
við eigendurna, að þeir teikni,
skipuleggi og reisi bifreiðaverk-
smiðjur fyrir þau, og eiga þær að
geta framleitt nokkur hundruð þús-
und bifreiðir á ári, þegar þær eru
komnar í fulla starfrækslu. Sovét-
ríkin eru einnig að vinna að svip-
uðum samningum við bifreiða-
ÚRVAL
verksmiðjur í Japan og Frakk-
landi.
Það er sömu söguna að segja,
hvað aðrar sovézkar iðngreinir
snertir. Framleiðsla plastefna,
gervitrefj aefna og annarra kem-
iskra efna og varnings hefur orðið
möguleg í Sovétríkjunum að miklu
leyti vegna þess, að tæki, útbúnaður
og jafnvel heilar verksmiðjur hafa
verið keyptar í öðrum löndum.
Kremlstjórnin ætti í rauninni að
vera þakklát fyrir það, að sú upp-
gjöf kapítalismans, sem hún hefur
spáð, hefur enn ekki látið á sér
bera. Hún þarfnast léttra, en sterkra
málma, betri rafreikna og tölva,
betri tækja til framleiðslu ýmissa
örtækja og til sjálfvirkrar fram-
leiðslu, þarfnast þeirrar geysilega
frá hinum vestrænu ríkjum. Ef
kapítalisku ríkin neituðu að af-
greiða slíkar vörur til Sovétríkj-
anna, mundi goðsögnin um sovézkt
iðnveldi, er sé sjálfu sér algerlega
nóg, gufa upp.
Khrushchev hefur viðurkennt
nokkrar mjög óþægilegar stað-
reyndir, hvað snertir vankanta og
vanmátt sovézka iðnaðar, og sama
er að segja um þá Brezhnev og
Kosygin á eftir honum. Kosygin
lýsti yfir því, að „það gengi allt of
seint að koma vélvæðingu og
sjálfvirkni í iðnaðinum“. Hann gaf
það í skyn, að það væri vegna tafa,
að „tæki og útbúnaður, sem komið
er fyrir, verði úrelt, jafnvel áður
en starfræksla þeirra er hafin“.
Hann sagði, að sumar þessar tafir
væru allt að fjögur ár eða jafnvel
meira í efnaiðnaðinum, járn- og
stáliðnaðinum. Því stöðvuðust yfir