Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 118

Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 118
116 ÚRVAL um fjölskyldu mína, vini mína, landa mína, eða mannkynið yfir- leitt, þá leit ég á það eins og það í rauninni er, Yahooar, bæði að lög- un og gerð.“ Að lokum verður hann að yfir- gefa þetta yndislega land, og hrygg- ir það hann ákaflega. Eftir að hafa enn lent í nokkrum ævintýrum kemur hann aftur til Englands „þann 5ta desember 1715. Fjöl- skylda mín varð mjög fegin og undrandi, þegar ég birtist, því að hún hafði talið mig af, en ég verð að játa, að ég fylltist hatri, við- bjóði og fyrirlitningu við að sjá konu mína og fjölskyldu.“ Þessi bók endar þannig, að Gulliver hefur sætt sig það vel við konu sína, „að ég er farinn að leyfa henni að sitja til borðs með mér, en borðið er langt og ég sit við annan endann en læt hana sitja við hinn, en samt fyllir Yahooa lyktin vit mín enda þótt ég troði í þau ilmjurtum og tóbaksblöðum." Þetta er einkennileg saga með einkennilegum endi — en af því að hún er sögð af svo miklu ímynd- unarafli og svo margslungin hefur hún töfrað unga sem aldna í meir en tvö hundruð ár. Þegar sleppt er hugleiðingum um ýmislegt í siðum og venjum Englendinga og annarra þeirra vera, sem Gulliver hittir, hefur hún orðið sígilt lestr- arefni unglinga. En Swift hataði börn. Ef sagan er öll sögð, er hún einhver harðvítugasta og skýrasta árás á enska lifnaðarhætti, sem nokkru sinni hefur verið rituð, en enskir lifnaðarhættir hafa ekki breytzt að marki í 200 ár. Jónatan Swift var- af enskum ættum, en fæddur í Dyflinni árið 1667. Hann ólst upp við bláfátækt — og sennilega vegna getuleysis hefur hann gengið í þjónustu kirkj- unnar tuttugu og sjö ára að aldri og fékk starf í grennd við Belfast, sem nægði honum til að draga fram lífið. Meðan hann var þarna skrif- aði hann tvær velheppnaðar bækur, The Tale of a Tub, en hún fjallar um spillingu í trú og kennslu og The Battle of the Book, em fjallar um hið ævagamla stríð milli fornrar og nýrrar menningar. Hann eyddi miklum tíma í ferða- lög milli Englands og írlands, en hann hafði alla tíð andúð á ír- landi, enda þótt hann ynni mikið í sókn sinni. í Englandi leitaði hann eftir sambandi við bókmenntalega sinnaða menn, eins og Addison, Steel og Congreve. Þegar kom fram á árið 1714 hafði hann gefið upp alla von um að geta setzt að í Eng- landi og sætti sig við að búa á írlandi til æviloka. Hann hafði lengst af ævi sinnar mjög margþætt samband við tvær konur, sem hann kallar: Stellu og Vanessu, og Dagbókin til Stellu varpar einkennilegu ljósi á hann. Það getur vel verið að Swift hafi kvænzt Stellu sinni, þegar hann var 46 ára, en það er samt ekki vitað með neinni vissu, fremur en það er vitað með vissu, hvort hann bjó undir sama þaki og hún. Jafnframt þesu sambandi við Stellu, hélt hann uppi bréfaskriftum við Vanessu. Hann ritaði mikið, en fátt af því er nú til, en árið 1726, árið áður en Stella, sem hefur máski verið eina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.