Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 99

Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 99
PARADÍSARMISSIP. VERKALÝÐSINS 97 in leyfa það, að birtar verði skoð- anir, er verja kapítalismann á heið- arlegan hátt, ef svo verður þá nokk- urn tíma. Það er ekki ástæða til þess að trúa því, fyrr en sovézkir borgarar geta áhættulaust gagnrýnt stefnu Kremlstjórnarinnar í Viet- nam eða flett ofan af syndum nú- verandi leiðtoga. Þangað til munu Sovétríkin halda áfram að vera það, sem þau hafa alltaf verið: ósveigj- anlegt einræðisríki. MESTA HEIMSVELDI VERALDARINNAR. Síðan 1917 hafa hin fyrrverandi „nýlenduveldi“ leyst heimsveldi sín upp að miklu leyti. Tylftir nýrra, sjálfstæðra ríkja hafa litið dagsins ljós. En á sama tíma heldur Rúss- land við og færir út ógnvænlegasta heimsveldi á hnetti vorum í sam- ræmi við bardagaáætlun þá, sem Lenin gerði og kommúnistar hafa starfað eftir æ síðan. Það er staðreynd, að öllum kommúnistastjórnum Austur-Ev- rópu, að undanskilinni stjórn Júgó- slavíu, hefur verið neytt upp á þjóðirnar með sovézku valdi eða hótun um valdbeitingu. Og engin þessara stjórna hefur þorað að hætta á frjálsar kosningar. Þessar stjórn- ir hafa eingöngu átt hernaðarmætti Kreml líf sitt að launa, hernaðar- mætti þeim, sem beitt var gegn austur-þýzku þjóðinni árið 1953 og þeirri ungversku árið 1956, hern- aðarmætti þeim, sem hefur víðar verið reiðubúinn til tafarlausrar valdbeitingar. „Friður án landvinninga eða skaðabóta." Þetta var vígorð Len- ins, er fyrstu heimsstyrjöldinni lauk. En vígorði þessu var fljótt gleymt. Hin langa borgarastyrjöld, sem fylgdi í kjölfar valdatöku bolsévíka, var að miklu leyti barátta til þess að koma aftur á rússneskum yfir- ráðum í þeim hlutum hins gamla keisaradæmis, sem ekki voru rúss- nesk. Árið 1929 réðst Rauði herinn inn í Mansjúríu til þess að neyða Kínverja til að láta af hendi við þá réttindi á kínversltu landi, þ. e. á leið Kínversku austurjárnbrautar- innar. I lok síðari heimsstyrjaldarinnar var Rússland eini sigurvegarinn, sem fylgdi fram landakröfum og skaðabótakröfum og knúði þær fram. Þar var ekki aðeins um sigr- aða óvini að ræða, heldur einnig Pólland, sem hafði verið bandamað- ur Rússlands! Moskvustjórn lagði undir sig Eystrasaltslýðveldin, (Lit- háen, Lettland og Eistland), stórar spildur af pólsku, þýzku og rúm- ensku landi, einnig landssvæði í Finnlandi og svæði austast í Kar- patafjöllum. Það áskildi sér 7.000 sterlingspunda í skaðabætur og flutti hundruð þúsunda manna burt í þrælavinnubúðir sínar. Sovézk heimsveldisstefna er auð- vitað ólík stefnu fyrri heimsvelda að sumu leyti, en þó varla á þann hátt, að slíkt sé nýlenduþjóðunum í hag. Það er um að ræða óbeina stjórn með hjálp kommúnista í hverju landi. En þjóðlegar erfða- venjur og þjóðleg menning er ekki litin hýru auga, eftir að kommún- istar hafa tekið völdin, og það er reynt að bæla slíkt niður. Sovét- ríkin bera fram sínar kröfur bæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.