Úrval - 01.02.1968, Qupperneq 99
PARADÍSARMISSIP. VERKALÝÐSINS
97
in leyfa það, að birtar verði skoð-
anir, er verja kapítalismann á heið-
arlegan hátt, ef svo verður þá nokk-
urn tíma. Það er ekki ástæða til
þess að trúa því, fyrr en sovézkir
borgarar geta áhættulaust gagnrýnt
stefnu Kremlstjórnarinnar í Viet-
nam eða flett ofan af syndum nú-
verandi leiðtoga. Þangað til munu
Sovétríkin halda áfram að vera það,
sem þau hafa alltaf verið: ósveigj-
anlegt einræðisríki.
MESTA HEIMSVELDI
VERALDARINNAR.
Síðan 1917 hafa hin fyrrverandi
„nýlenduveldi“ leyst heimsveldi sín
upp að miklu leyti. Tylftir nýrra,
sjálfstæðra ríkja hafa litið dagsins
ljós. En á sama tíma heldur Rúss-
land við og færir út ógnvænlegasta
heimsveldi á hnetti vorum í sam-
ræmi við bardagaáætlun þá, sem
Lenin gerði og kommúnistar hafa
starfað eftir æ síðan.
Það er staðreynd, að öllum
kommúnistastjórnum Austur-Ev-
rópu, að undanskilinni stjórn Júgó-
slavíu, hefur verið neytt upp á
þjóðirnar með sovézku valdi eða
hótun um valdbeitingu. Og engin
þessara stjórna hefur þorað að hætta
á frjálsar kosningar. Þessar stjórn-
ir hafa eingöngu átt hernaðarmætti
Kreml líf sitt að launa, hernaðar-
mætti þeim, sem beitt var gegn
austur-þýzku þjóðinni árið 1953 og
þeirri ungversku árið 1956, hern-
aðarmætti þeim, sem hefur víðar
verið reiðubúinn til tafarlausrar
valdbeitingar.
„Friður án landvinninga eða
skaðabóta." Þetta var vígorð Len-
ins, er fyrstu heimsstyrjöldinni lauk.
En vígorði þessu var fljótt gleymt.
Hin langa borgarastyrjöld, sem
fylgdi í kjölfar valdatöku bolsévíka,
var að miklu leyti barátta til þess
að koma aftur á rússneskum yfir-
ráðum í þeim hlutum hins gamla
keisaradæmis, sem ekki voru rúss-
nesk. Árið 1929 réðst Rauði herinn
inn í Mansjúríu til þess að neyða
Kínverja til að láta af hendi við
þá réttindi á kínversltu landi, þ. e. á
leið Kínversku austurjárnbrautar-
innar.
I lok síðari heimsstyrjaldarinnar
var Rússland eini sigurvegarinn,
sem fylgdi fram landakröfum og
skaðabótakröfum og knúði þær
fram. Þar var ekki aðeins um sigr-
aða óvini að ræða, heldur einnig
Pólland, sem hafði verið bandamað-
ur Rússlands! Moskvustjórn lagði
undir sig Eystrasaltslýðveldin, (Lit-
háen, Lettland og Eistland), stórar
spildur af pólsku, þýzku og rúm-
ensku landi, einnig landssvæði í
Finnlandi og svæði austast í Kar-
patafjöllum. Það áskildi sér 7.000
sterlingspunda í skaðabætur og
flutti hundruð þúsunda manna
burt í þrælavinnubúðir sínar.
Sovézk heimsveldisstefna er auð-
vitað ólík stefnu fyrri heimsvelda
að sumu leyti, en þó varla á þann
hátt, að slíkt sé nýlenduþjóðunum
í hag. Það er um að ræða óbeina
stjórn með hjálp kommúnista í
hverju landi. En þjóðlegar erfða-
venjur og þjóðleg menning er ekki
litin hýru auga, eftir að kommún-
istar hafa tekið völdin, og það er
reynt að bæla slíkt niður. Sovét-
ríkin bera fram sínar kröfur bæði