Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 93
PARADÍSARMISSIR VERKALÝÐSINS
91
kaupaleyfi, endalaus pappírsplögg,
sem stjórna hans daglegu tilveru.
Án opinbers leyfis getur hann t.d.
ekki skipt um starf, búsetu eða far-
ið í ferð til annarrar borgar, ef sú
ferð fer fram úr 72 tímum.
Sé haldið áfram að skýra frá
lífsskilyrðum, hvað þá um ömmuna,
sem talar við börnin um guð í
leyni, eða foreldrana, sem láta skíra
börnin í leyni af ótta við, að ein-
hver skýri frá því og stofni þannig
atvinnu þeirra í hættu? O hvað um
manninn, sem á bók, sem hann get-
ur aðeins lesið á bak við læstar
dyr?
Þegar Svetlana Alliluyeva, hið
eina barn Stalíns, sem á lífi er,
sagði skilið við Sovétríkin og flutt-
ist til hins frjálsa hluta heimsins,
sagðist hún ekki geta þolað það
að vera meðhöndluð sem „ríkis-
eign“. Kannske hefur henni tekizt
að lýsa þrengingum og auðmýkingu
allra Sovétborgara með þessum
orðum sínum.
ENDURBÆTUR
EÐA EFTIRLIT
Efnahagsvandræði Sovétríkjanna
eru svo risavaxin, að Kremlstjórn-
in er opinberlega tekin til að leita
einhverra úrbóta á ástandi þessu.
Sovézkur kommúnismi er nú í
rauninni skekinn af geysilegum
rökræðum um „efnahagslegar end-
urbætur". Villutrúarorð svo sem
hagnaður, vextir, leiga og mark-
aður birtast nú í opinberum ræð-
um og í blaðagreinum.
Forsvarsmenn Sovétríkanna neita
því eindregið, að þau séu að mjak-
ast í áttina til kapítalisma. Því var
lýst yíir í „Pravda“ nýlega, að end-
urbótaáætlunin „styrkti samræmda
áætlanagerð, er lyti einni stjórn“.
Og þetta kann vel að vera satt, því
að endurbætur þessar falla alger-
lega inn í ramma algers ríkiseign-
arréttar og ríkiseftirlits.
í grundvallaratriðum miða end-
urbæturnar að því að draga úr mið-
stjórn á sumum sviðum og dreifa
yfirráðunum, í stað þess að þau séu
eingöngu í höndum embættismanna
í Moskvu. Einnig miða þær að því,
að einstök fyrirtæki séu hvött til
þess að láta reksturinn „bera sig“.
Munu þeir ná settu marki með end-
urbótum þessum? Það hefur ekki
náðst slíkur árangur ennþá, að
hann gefi ástæðu til bjartsýni. Um-
ræðurnar um vandamál þessi eru
talsvert opinskárri og hreinskilnis-
legri í Tékkóslóvakíu en í Sovét-
ríkjunum, og þar í landi hafa
stuðningsmenn endurbóta þessara
lagt ríka áherzlu á það, hversu
efnahagsleg rök og kreddukenning-
ar hinnar opinberu stjórnmála-
stefnu rekast mjög á. Einn hinn
djarfasti stuðningsmaður endurbóta
þessara er Eugen Loebel, banka-
stjóri ríkisbankans. í grein sinni í
„Kulturny Zivot“ um mál þetta,
tekur hann fram eftirtalin dæmi
til þess að undirstrika það, hversu
vandamál þetta er erfitt viðureign-
ar: fyrirtæki, sem vel eru rekin og
sýna góða afkomu, eru skattlögð,
svo að hægt sé að styrkja ósam-
keppnisfæra keppinauta; launin,
sem almennt eru greidd, eru svo
lág, að þau draga úr áhrifum áætl-
ana, sem gerðar hafa verið fyrir
viss fyrirtæki og héruð um aukinn