Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 129
HVERT STEFNIR?
127
skólana, rannsóknarstarf, þar sem
nemendurnir eru látnir sjálfir leita
þekkingarinnar í frjálsu starfi.
Það er t. d. sláandi dæmi hvað
stafsetningarnámið byggist lítið á
notkun stafsetningarorðabókar. Eg
hygg að nemendum sé frekar mein-
að að nota hana í tímum, í stað
þess, að hún á að vera aðalhjálpar-
tækið. Öll kennsla ber keim af
prófum. Allt þarf að vera í formi
prófa.
Síðan sjónvarpið kom til sög-
unnar, hefur það heyrzt, að víða
væri nálega ómögulegt að ná sam-
an fundum í félögum. Sama væri
hægt að segja um íþróttaæfingar,
leikæfingar og söngæfingar. Þetta
olli þó ekki vandræðum á meðan
sjónvarpið var þrisvar eða fjórum
sinnum í viku, en síðan farið var
að sjónvarpa sex kvöld vikunnar,
er þetta að verða að vandamáli,
að sögn. Sjónvarpið er mikið menn-
ingartæki með nálega ótakmarkaða
möguleika til fræðslu á flestum
sviðum. En það væri illa farið, ef
það legði stein í götu hinnar frjálsu
menningarstarfsemi um hinar
dreifðu byggðir landsins, þar sem
áhugasamir sjálfboðaliðar eru að
verki. Það væri ómetanlegt tjón ef
það yrði til þess að lama eða leggja
í rúst að meira eða minna leyti
íþróttalíf, sönglíf, leiklist og annað
menningarlegt félagsstarf í strjál-
býlinu. Allt þetta hefur verið svo
snar þáttur í menningu þjóðarinn-
ar. Gæti sjónvarpið bætt þennan
skaða? Nei, það getur það ekki.
Þetta er íhugunarefni öllum þeim,
sem unna menningarlegu sjálfboða-
starfi. Og nú vaknar sú spurning,
hvort allt sé unnið með því að sjón-
varpa sex daga vikunnar.
Hér hefur verið vikið að ýmsu
til umhugsunar, en engu gerð full
skil. Ég vona að um þetta verði
hugsað, því að enn hefur þjóðin
ekki verið vanin af að hugsa.
H. J. H.
Það væri óþolandi skyldustarf að vera karlmaður, ef kvennanna nyti
ekki við.
O. A. B.
Ósvífnislega mótsögn í heimi hér er kristinn maður, sem haldinn er
hleypidómum.
Fulton Oursler.
Lýðræði er meira en frelsi... Það er ábyrgð.
James Bryce.
Eiginkonur líkjast fiskimönnum. Þær gorta af þeim mönnum, sem
sluppu frá þeim, og kvarta yfir þeim eina, sem þeim tókst að veiða.