Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 27
LANGAR ÞIG í RATJN OG VERTJ . . .
25
dauða, ef hún ekki hætti og hún
tók upp baráttuna. Hún hafði reykt
í 25 ár og vindlingarnir verið henn-
ar nánasti vinur. Henni fannst því,
að það væri líkast því, að missa
náinn vin sinn, að missa vindling-
inn. Hún varð að komast yfir
„saknaðartímann"
Mary var sagt að hún skyldi
hætta, þegar hún hefði sem beztar
ástæður til þess, og gæti gefið sig alla
við baráttunni. Hún valdi vetrar-
leyfi, sem hún fékk. A fyrsta degi
hljóp hún til bókasafnsins og lá þar
í bókum allan daginn til að hafa
ofan af fyrir sér. Þar mátti ekki
reykja. Hún andaði djúpt og blés
til að létta sér þjáningarnar. Þegar
bókasafninu var lokað, fór hún í
kvikmyndahús, þar sem reykingar
voru bannaðar, og loks valt hún ör-
magna út af um kvöldið. Um þriggja
daga skeið hélt hún sig á stöðum,
þar sem reykingar voru bannaðar.
Þrátt fyrir stöðugar öndunaræfing-
ar þjáðist hún af höfuðverk og sárri
þörf. Að fimm dögum liðnum vakn-
aði hún upp við þá staðreynd, að
hún var alls ekki farin að hugsa
stöðugt um vindlinga og reykingar,
eins og hafði verið fyrstu þrjá
dagana. „Þetta var eins og þegar
ég missti hana frænku mína,“ sagði
Mery, ,,mér fannst að ég gæti aldr-
ei hætt að hugsa um hana, en svo
vaknaði ég einn daginn upp við
það, að ég var að gleyma henni,
og smám saman skildist mér, að ég
yrði að venja mig við að lifa án
hennar."
Dr. Fredrickson lætur sjúklinga
sína hætta fyrst seinni hluta dags
og þrauka kvöldið til enda, eða jafn-
vel heilan dag. Oft reynist það svo
koma á daginn, þegar þeir hafa
komizt yfir þennan hjalla, að þeir
finna til öryggis og þeirrar vissu,
að þeir geti þetta, og halda síðan
áfram bindindinu.
Þessar aðferðir, sem hér hafa
verið nefndar, eru ekki einu aðferð-
irnar til að hætta að reykja. Mikil-
vægasta atriðið er fyrir hvern og
einn, að hann finni þá aðferð til að
hætta reykingum, sem hæfir hon-
um persónulega, og dr. Fredrickson
segir:
„Byrjaðu með því að taka niður
skýrslu um reykingar þínar, og
gera þér Ijóst af henni, af hverju
þú reykir. Gerðu síðan áætlun á
þsnn veg, að hætta fyrst við þá
vindlinga, sem þú grípur af minnsta
filefni, eða þörf, og síðan koll af
kolli, þar til komið er að þeim
hjallanum, sem erfiðastur er. Með-
an á þessu gengur, skaltu reyna að
r-nda ekki eins djúpt að þér reykn-
um. Stundaðu líkamsæfingar af
krafti, sérstaklega þegar þér finnst
þörfin sækja ákafast á þig.
Þú getur hætt reykingum. Það
hafa átján milljónir manna sýnt í
Bandaríkjunum, þar sem mikill
áróður hefur verið rekinn gegn
reykingum."
Þegar kvenfólk í matarkúr segir, að Það éti aðeins nóg til Þess að
halda lífi í fugli, þá eiga þær venjulega við hræfugl. Joe Loss.