Úrval - 01.02.1968, Page 27

Úrval - 01.02.1968, Page 27
LANGAR ÞIG í RATJN OG VERTJ . . . 25 dauða, ef hún ekki hætti og hún tók upp baráttuna. Hún hafði reykt í 25 ár og vindlingarnir verið henn- ar nánasti vinur. Henni fannst því, að það væri líkast því, að missa náinn vin sinn, að missa vindling- inn. Hún varð að komast yfir „saknaðartímann" Mary var sagt að hún skyldi hætta, þegar hún hefði sem beztar ástæður til þess, og gæti gefið sig alla við baráttunni. Hún valdi vetrar- leyfi, sem hún fékk. A fyrsta degi hljóp hún til bókasafnsins og lá þar í bókum allan daginn til að hafa ofan af fyrir sér. Þar mátti ekki reykja. Hún andaði djúpt og blés til að létta sér þjáningarnar. Þegar bókasafninu var lokað, fór hún í kvikmyndahús, þar sem reykingar voru bannaðar, og loks valt hún ör- magna út af um kvöldið. Um þriggja daga skeið hélt hún sig á stöðum, þar sem reykingar voru bannaðar. Þrátt fyrir stöðugar öndunaræfing- ar þjáðist hún af höfuðverk og sárri þörf. Að fimm dögum liðnum vakn- aði hún upp við þá staðreynd, að hún var alls ekki farin að hugsa stöðugt um vindlinga og reykingar, eins og hafði verið fyrstu þrjá dagana. „Þetta var eins og þegar ég missti hana frænku mína,“ sagði Mery, ,,mér fannst að ég gæti aldr- ei hætt að hugsa um hana, en svo vaknaði ég einn daginn upp við það, að ég var að gleyma henni, og smám saman skildist mér, að ég yrði að venja mig við að lifa án hennar." Dr. Fredrickson lætur sjúklinga sína hætta fyrst seinni hluta dags og þrauka kvöldið til enda, eða jafn- vel heilan dag. Oft reynist það svo koma á daginn, þegar þeir hafa komizt yfir þennan hjalla, að þeir finna til öryggis og þeirrar vissu, að þeir geti þetta, og halda síðan áfram bindindinu. Þessar aðferðir, sem hér hafa verið nefndar, eru ekki einu aðferð- irnar til að hætta að reykja. Mikil- vægasta atriðið er fyrir hvern og einn, að hann finni þá aðferð til að hætta reykingum, sem hæfir hon- um persónulega, og dr. Fredrickson segir: „Byrjaðu með því að taka niður skýrslu um reykingar þínar, og gera þér Ijóst af henni, af hverju þú reykir. Gerðu síðan áætlun á þsnn veg, að hætta fyrst við þá vindlinga, sem þú grípur af minnsta filefni, eða þörf, og síðan koll af kolli, þar til komið er að þeim hjallanum, sem erfiðastur er. Með- an á þessu gengur, skaltu reyna að r-nda ekki eins djúpt að þér reykn- um. Stundaðu líkamsæfingar af krafti, sérstaklega þegar þér finnst þörfin sækja ákafast á þig. Þú getur hætt reykingum. Það hafa átján milljónir manna sýnt í Bandaríkjunum, þar sem mikill áróður hefur verið rekinn gegn reykingum." Þegar kvenfólk í matarkúr segir, að Það éti aðeins nóg til Þess að halda lífi í fugli, þá eiga þær venjulega við hræfugl. Joe Loss.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.