Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 9
EYJA HINNA AUGNALAUSU VAKTARA
7
Pascunum. Amerískir hvalveiði-
menn komu þarna og hirtu sér
þræla eða skutu íbúana bara til
að reyna hæfni sína. Af þessu urðu
Pascuarar ákaflega fjandsamlegir
ókunnum mönnum og hlutust af því
fleiri árekstrar. Þarna kom að landi
hópur franskra trúboða árið 1843
og voru þeir allir stráfelldir.
Pascuarnir voru ekki geðþekkir
ókunnugum á að sjá. Þeir voru há-
vaxnir, eins og Polynesar eru yfir-
leitt, og kraftalega vaxnir, og voru
karlmennirnir sýnu hærri en kon-
urnar. Margir þeirra gengu kvik-
naktir en aðrir báru litlar mittis-
skýlur og margar konur báru einn-
ig grasmittisskýlur og allir klædd-
ust barkaðri kápu til skjóls fyrir
hráslagalegum vindinum.
Mennirnir voru skeggjaðir og
bundu hár sitt upp í hnút og báru
viðarstauta í eyrnasneplunum. Þeir
hörundsflúruðu sig frá hvirfli til
ilja og síðan voru karlmennirnir
málaðir alhr rauðir og svartir og
tók sú myndskreyting á sig hin
furðulegustu form. Þegar gest bar
að landi þyrptust eyjaskeggjar nið-
ur að ströndinni hoppandi og dans-
andi og hrópandi. Margir þeirra
vildu vera vingjarnlegir en aðrir
notuðu minnsta tilefni til að kasta
steinum og voru afburða hitnir.
Menning þessarar eyjar, Rapa
Nui hlaut rothöggið árið 1862.
Það var einn dag að perúanskt skip
varpaði akkerum við eyjuna, skips-
menn réðust á eyjaskeggja, drápu
suma þeirra en söfnuðu saman um
það bil þúsund manns og fluttu þá
brott sem þræla. Jaussen biskup
af Tahiti mótmælti þessum aðför-
um varð það til þess, að Perústjórn
skipaði svo fyrir að fórnardýrun-
um skyldi skilað aftur til síns
heima.
En sú skipun kom helzt til seint,
níu hundruð fanganna voru
dauðir. Af þeim hundrað, sem lifðu
til að halda heim aftur dóu allir
nema fimmtán á heimleið úr bólu-
sótt og þessir fimmtán, sem náðu
aftur heim færðu þeim, sem þar
lifðu eftir blóðbaðið, bólusóttina.
Úr þessari veiki dó kjarninn úr
eyjaskeggjum, þar á meðal Kama-
koi kóngur og næstum allir prest-
arnir og höfðingjarnir. Þar sem
þetta voru mennirnir, sem kunnu
skil á leyndardómum menningar-
innar týndist menningin með þeim.
Síðan gerist það, að kaþólskir
trúboðar koma til eyjarinnar og
taka til við sitt venjustarf, sem
varð þeim auðveldara en ella hefði
orðið, vegna þess að fyrirsvars-
menn eyjarskeggja voru allir falln-
ir frá.
Nútímamannúðarhugsjónir í
garð þeirra sem lifðu við frumstæð
kjör náðu um síðir, til þeirra í
Chile og þó að eyjabúar séu fátæk-
ir á vestrænan mælikvarða og hafi
týnt allri sinni fornu menningu að
heitið geti, þá virðast þeir vera
hamingjusamir og heilbrigðir. Árið
1955 voru íbúarnir 842 að tölu.
Pascuanar voru annað og meira
en aðeins villtar mannætur. Þrátt
fyrir einangrun sína þróuðu þeir
með sér margvíslega menningu.
Þeir hjuggu myndir í steina, iðk-
uðu íþróttir til dæmis brimreið og
tóku þátt i flóknum trúarlegum at-
höfnum.