Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 8
6
ÚRVAL
DRAUMSÝNIN.
Á þessari eyju bjó maður nokk-
ur að nafni Hau Maka, sem hafði
hörundsfljúrað Hotu Matua kon-
ung. Þennan Hau Maka dreymdi
draum: sál hans ferðaðist yfir hafið
til eylands, þar sem var mikið um
holur (eldgjár) og mjúkar strend-
ur .... Hotu Matua skyldi strax
að draumur Hau Maka var fyrirheit
og hann valdi sex menn, skipaði
þeim um borð í kanó og sagði þeim
að sigla beint áfram þar til þeir
kæmu til þess lands, sem sála Hau
Maka hafði séð í draumnum.
Þessir framhe(rja!r fundu Rapa
Nui og skömmu síðar fylgdi Hotu
Matua út á eftir þeim.
Það var algengt, að sigraður pol-
inesiskur kóngur þyrfti að leggja út
á hafið með fylgismenn sína og
leita sér nýs lands, annars átti hann
á hættu að vera étinn af sigurveg-
aranum. Flestir slíkir leiðangrar
týndust, en nokkrir náðu landi hér
og þar og þannig byggðust eyjarn-
ar á Kyrrahafi. Kanónar Po-
ynesíumannanna voru ekkert í lík-
ingu við þá kanóa sem algengastir
eru nú, því að þetta gátu verið allt
að 150 feta langir trjábolir og lá
breiður fleki á milli þeirra og gat
þessi fleyta tekið allt að 400 manns.
Aldursrannsóknir með geislum
sýna að vestur polynesisku eyjarnar
hafa byrjað að byggjast löngu fyr-
ir Krists tíma og Rapa Nui ekki
seinna en á níundu öld fyrir Krist,
og máski nokkrum öidum fyrr.
Á fyrstu öldunum eftir landnám-
ið hafa landnámsmennirnir á Rapa
Nui stundað búskap, fiskveiðar,
barizt innbyrðis og höggvið út
styttur sínar og síðan hafa þeir
mátt þola að hvítir menn þurrkuðu
út menningu þeirra.
Árið 1576 skýrði spánskur sjó-
maður frá landi á því svæði, sem
Rapa Nui er og árið 1687 skýrði
enskur sjóræningi frá því sama.
Árið 1722 kom Roggeveen aðmíráll
þarna að landi. Naktir íbúar eyjar-
innar flyktust um borð og höfðu
með sér mat og þegar þeir höfðu
fært sjómönnunum gjafir sínar
stálu þeir öllu steininum léttara,
þar á meðal húfunum af sjómönn-
unum og borðdúknum af borði að-
írálsins og stungu sér síðan fyrir
borð.
Þegar Roggeveen sendi flokk
manna í land, söfnuðust hundruð-
ir Pascuana saman á ströndinni.
Sumir létu vingjarnlega við komu-
mönnum, en aðrir sýndu þeim
fjandskap. Þegar þeir byrjuðu að
kasta grjóti, létu sjómennirnir
skothríðina dynja á þeim og fljót-
lega var fjörusandurinn þakinn
dauðum og særðum. Nokkrum
klukkustundum síðar sigldi Rogg-
eveen á brott.
Það var árið 1774, sem Cook
kapteinn kom til eyjarinnar. Hon-
um komu Pascuarnir þannig fyrir
að þeir væru fátækir og óhamingju-
samir. Það getur verið, að þeir hafi
í milli tíðinni háð harða og hræði-
lega innbyrðis styrjöld milli ætta.
Þeir, sem lifðu af ósigur í slíkri
styrjöld földu sig í neðanjarðar-
gjótum til að reyna að forða sér frá
að vera steiktir í veizlu þeirra, sem
sigruðu.
Snemma á nítjándu öldinni byrj-
uðu erlendar þjóðir að þjarma að