Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 115
FERÐIR GULLIVERS
113
lega uppúr og þá tóku þeir allir til
fótanna, hver sem betur gat og
mér var sagt seinna, að einhverjir
þeirra hefðu meitt sig, er þeir í
ofboðinu stukku niður af mér og
til jarðar. Þeir komu samt fljót-
lega aftur.“
Þarna er Lemuel Gulliver kom-
inn til Putalands. Hinir smávöxnu
íbúar taka honum vingjarnlega,
enda þótt þeir byrjuðu á að taka
hann til 'fanga. Það líður ekki á
löngu áður en keisarinn kemur til
hans.
,,Hann var mjög látlaust klædd-
ur og föt hans einföld í sniðum og
var gerð þeirra einskonar sambland
úr evrópskum og asískum klæða-
burði. Á höfði sér hafði hann létt-
an gullhjálm, sem skreyttur var
gimsteinum og fjöður. Hann hélt á
brugðnu sverðinu, reiðubúinn til að
verja sjálfan sig, ef ég skyldi losna
úr böndunum. Sverðið var nær
þriggja þumlunga langt. Rödd hans
var skræk, en mjög skýr og lýs-
andi . . . . “
Gulliver talar til keisarans og
hirðarinnar, sem var í fylgd með
honum á öllum þeim tungum, sem
hann kunni deili á, hollenzku,
latínu, frönsku, spönsku, ítölsku,
en allt kom fyrir ekki og keisar-
inn hvarf á braut. Nokkrir þessara
Putalinga höfðu skotið örvum að
Gulliver, og verðirnir, sem höfðu
verið settir til gæzlu hans, færðu
honum þessa ódæðismenn, og buðu
honum að gera við þá, hvað sem
hann vildi: „Ég tók þá alla í hægri
hendi mína og stakk þeim í frakka-
vasann, nema þeim sjötta, sem ég
bar að munni mér, eins og ég ætlaði
að éta hann lifandi. Veslings mað-
urinn æpti hræðilega, og varðliðs-
foringinn og menn hans tóku þetta
augsýniiega nærri sér, ekki sízt,
þegar þeir sáu mig draga upp vasa-
hníf minn. Ég batt snöggan endi á
hræðslu þeirra, þegar ég skar á
böndin sem héldu manninum og
iagði hann varlega á jörðina og
hann hljóp í burtu. Ég fór eins með
alla hina, dró þá einn af öðrum
upp úr vasa mínum. Ég tók eftir
því að þetta hátterni mitt féll í
góðan jarðveg bæði hjá hermönn-
unum og alþýðu manna, og var
tekið, sem merki um miskunnsemi
mína. Þetta vissi ég að barst til
eyrna hirðinni.“
Frá þessari stundu er „Mann-
fjallið“, eins og Putalingar kalla
Gulliver, og hann nemur fljótlega
mál þeirra — mjög vinsæll. Honum
er gefið skilyrðisbundið frelsi; hann
mátti ekki fara út fyrir umráða-
svæði keisarans, ekki heldur leggj-
ast niður á akrana, það hefði eyði-
lagt þá, og hann átti að ganga með
sérstakri varúð, svo að hann stigi
ekki ofan á borgarana. Hann átti
einnig að vera reiðubúinn að vera
hraðboði, en þá tók hann bæði
sendiboðann og hesta hans og stakk
þeim í vasann. Hann átti einnig að
mæla land keisarans með því að
stika það. Og gegn því að „Mann-
fjallið“ héldi ofangreind skilyrði,
skyldi honum gefinn matur og
drykkur, sem nægja myndi fyrir
1728 manns af þegnum keisarans.
Ekki hafði Gulliver lengi dvalið
þarna, þegar hann bjargar Puta-
ingunum frá innrás svarinna
fjandmanna þeirra, Blefuskanna,