Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 115

Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 115
FERÐIR GULLIVERS 113 lega uppúr og þá tóku þeir allir til fótanna, hver sem betur gat og mér var sagt seinna, að einhverjir þeirra hefðu meitt sig, er þeir í ofboðinu stukku niður af mér og til jarðar. Þeir komu samt fljót- lega aftur.“ Þarna er Lemuel Gulliver kom- inn til Putalands. Hinir smávöxnu íbúar taka honum vingjarnlega, enda þótt þeir byrjuðu á að taka hann til 'fanga. Það líður ekki á löngu áður en keisarinn kemur til hans. ,,Hann var mjög látlaust klædd- ur og föt hans einföld í sniðum og var gerð þeirra einskonar sambland úr evrópskum og asískum klæða- burði. Á höfði sér hafði hann létt- an gullhjálm, sem skreyttur var gimsteinum og fjöður. Hann hélt á brugðnu sverðinu, reiðubúinn til að verja sjálfan sig, ef ég skyldi losna úr böndunum. Sverðið var nær þriggja þumlunga langt. Rödd hans var skræk, en mjög skýr og lýs- andi . . . . “ Gulliver talar til keisarans og hirðarinnar, sem var í fylgd með honum á öllum þeim tungum, sem hann kunni deili á, hollenzku, latínu, frönsku, spönsku, ítölsku, en allt kom fyrir ekki og keisar- inn hvarf á braut. Nokkrir þessara Putalinga höfðu skotið örvum að Gulliver, og verðirnir, sem höfðu verið settir til gæzlu hans, færðu honum þessa ódæðismenn, og buðu honum að gera við þá, hvað sem hann vildi: „Ég tók þá alla í hægri hendi mína og stakk þeim í frakka- vasann, nema þeim sjötta, sem ég bar að munni mér, eins og ég ætlaði að éta hann lifandi. Veslings mað- urinn æpti hræðilega, og varðliðs- foringinn og menn hans tóku þetta augsýniiega nærri sér, ekki sízt, þegar þeir sáu mig draga upp vasa- hníf minn. Ég batt snöggan endi á hræðslu þeirra, þegar ég skar á böndin sem héldu manninum og iagði hann varlega á jörðina og hann hljóp í burtu. Ég fór eins með alla hina, dró þá einn af öðrum upp úr vasa mínum. Ég tók eftir því að þetta hátterni mitt féll í góðan jarðveg bæði hjá hermönn- unum og alþýðu manna, og var tekið, sem merki um miskunnsemi mína. Þetta vissi ég að barst til eyrna hirðinni.“ Frá þessari stundu er „Mann- fjallið“, eins og Putalingar kalla Gulliver, og hann nemur fljótlega mál þeirra — mjög vinsæll. Honum er gefið skilyrðisbundið frelsi; hann mátti ekki fara út fyrir umráða- svæði keisarans, ekki heldur leggj- ast niður á akrana, það hefði eyði- lagt þá, og hann átti að ganga með sérstakri varúð, svo að hann stigi ekki ofan á borgarana. Hann átti einnig að vera reiðubúinn að vera hraðboði, en þá tók hann bæði sendiboðann og hesta hans og stakk þeim í vasann. Hann átti einnig að mæla land keisarans með því að stika það. Og gegn því að „Mann- fjallið“ héldi ofangreind skilyrði, skyldi honum gefinn matur og drykkur, sem nægja myndi fyrir 1728 manns af þegnum keisarans. Ekki hafði Gulliver lengi dvalið þarna, þegar hann bjargar Puta- ingunum frá innrás svarinna fjandmanna þeirra, Blefuskanna,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.