Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 69
Flogaveiki kemur af því
að heilinn verður of-
hlaðinn rafmagni unz
bar kemur að heila-
irumurnar, eða öllu
réttara taugafrumurnar, losa sig við
þetta á hatramlegan hátt, svo sem
lýst var hér að framan. Oft er or-
sakanna að leita til skemmda á
heilanum við fæðingu, áverka á
höfuðið, sóttveiki með háum hita,
eða þess að æxli myndast í höfðinu.
Afsannazt hefur að fullu að sjúk-
dómurinn sé ættgengur. Margir
frægir menn hafa þjáðst af þessu,
og þeirra á meðal: Alexander mikli,
Sókrates, Múhamed spámaður,
Pascal, Paganini, Hándel, Byron,
Alfred Nobel og van Gogh.
í Bandaríkjunum einum er sagt
að 1 800 000 h.u.b. þjáist af þessum
sjúkdómi, á einhverju stigi. En
þeir sem bezt mega vita, svo sem
Frederick Gibbs, sérfræðingur í
heilasjúkdómum við háskólann í
Illinois, halda að sjúklingar þessir
muni vera mun fleiri. Á síðasta ára-
tug hafa orðið miklar framfarir í
baráttunni við sjúkdóminn. Ráð-
izt er að honum á þremur vígstöðv-
um: með lyfjum, skurðaðgerðum og
réttri aðhlynningu, og gefur þetta
góðar vonir um fullnaðarsigur áð-
ur en langt líður.
Læknar greina á milli þriggja
stiga sjúkdómsins:
1) Grand mal, niðurfallssýkin,
harðasta stigið. Sjúklingurinn fær
krampakast og dettur oftast. Þá
missir hann stjórn á hreyfingum
sínum, því taugakerfið truflast, bít-
ur sig í tunguna, slefar, missir
stjórn á hægðum. Hann er þá með-
vitundarlaus og finnur ekkert til.
Þetta varir í hálfa til heila mín-
útu, þá raknar sjúklingurinn við og
er þá ringlaður fyrst, og reikandi í
spori. Stundum líkist þetta svo
mjög ölæði, að sjúklingurinn hefur
lent í höndum lögreglunnar (og
verið settur í kjallarann).
2) Petit mal, miklu vægari teg-
und. Stundum tekur enginn eftir
þessu, því köstin vara stutt, og lýsa
sér einungis í smávegis truflunum
á hreyfingum, ósjálfráðu tittlinga-
drápi, riðu á höfði, rykkjum og
kippum í handleggjum. Stundum
fylgir þessu ekkert einkenni nema
starandi augnaráð, sem ekki festir
sjónir á neinu. Þessi tegund veik-
innar kemur oftast fyrir hjá skóla-
67