Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 78
ÚRVAL
ber, og þeim lauk þ. 9. desember.
í flestum stærri borgunum fóru
kosningarnar fram undir umsjón
bolsévíka. En samt hlutu aðrir
flokkar 27 milljónir af samtals 36
milljónum greiddra atkvæða.
Þingið átti að koma saman í
Tauridehöll í Pétursborg 18. janú-
ar árið 1918. Þann morgun þrömm-
uðu óvopnaðir verkmenn, leigulið-
ar og smábændur í átt til miðbiks
borgarinnar. Þeir hrópuðu sigur-
hróp og veifuðu fánum, sem á voru
letruð orð til hyllingar hinu ný-
kjörna þingi og yfirlýsingar um
trú alþýðunnar á lýðræðið. Þegar
ganga þessi nálgaðist höllina, skutu
lettneskar úrvalsskyttur á göngu-
menn án nokkurrar aðvörunar, en
Lenin hafði einmitt fengið menn
þessa til borgarinnar í þessu augna-
miði. Um 100 göngumenn féllu, og
hundruð manna særðust. Hina greip
ofsahræðsla, og þeir flúðu sem fæt-
ur toguðu.
Þrátt fyrir þennan blóðuga for-
leik, söfnuðust hinir kjörnu full-
trúar saman til síns fyrsta þing-
fundar. Þeir sáu, að höllin var full
af drukknum lýð, sem verðir Len-
ins höfðu hleypt þangað inn. Og
þegar þingfundur hófst, byrjuðu
þessir „gestir“ að hrópa þingfull-
trúa niður. Lenin hímdi í stigan-
um, sem lá upp á ræðupallinn.
Hann hnussaði fyrirlitlega, kallaði
háðsyrði og hvatti hinn háværa
múg til dáða, þangað til þingfull-
trúar neyddust til þess að fresta
fundi og draga sig í hlé. Bjartsýn-
ir þingfulltrúar, sem sneru svo aft-
ur til hailarinnar næsta dag, komu
að harðlæstum hallardyrum. Þing-
ið kom aldrei saman framar.
Þannig tókst fámennu liði ákveð-
inna og ósvífinna manna að ná
tangarhaldi á heilli stjórnarbylt-
ingu. Þegar sumir félagar Lenins
kvörtuðu í nafni Rússlands yfir
þessum aðförum, svaraði Lenin:
,,Ég hræki á Rússland! Þetta er
aðeins eitt þróunarstig, sem við
verðum að ná og yfirstíga á leið-
inni til heimsbyltingar."
UPPREISN OG „RAUÐA ÓGNIN“
Gagnbylting bolsévika olli geysi-
legri mótspyrnu meðal alþýðunnar,
og náði sú mótspyrna hámarki í
lengstu og blóðugustu borgara-
styriöld á síðari tímum. Hún geys-
aði frá 1917 til 1921, og allan tím-
ann geisuðu furðulega flókin átök
meðal allra stjórnmálaflokkanna.
Hvítliðar börðust fyrir þvi, að keis-
aradæmi yrði komið á aftur. Heil-
ir herir börðust fyrir þjóðlegu
sjálfstæði Úkraínu, Georgíu, í Kák-
asusfjöllum og ýmissa þjóðflokka
í Mið-Asíu, er játuðu Múhameðs-
trú. Stærstu hóparnir börðust fyrir
endurheimt lýðræðisstjórnar.
Flestallir þessir stríðandi flokk-
ar og flokksbrot voru andkomm-
únisk, en þau voru svo klofin af
gagnkvæmu hatri, að bolsévíkum
tókst að sigra að lokum. Rauði
herinn, undir forystu Trotskys,
snerist gegn hinni herðnaðarlegu
ógnun, en svar bolsévíkanna við
borgaralegum uppreisnum var
„Rauða ógnin“.
„Lenin reyndi að hamra því inn
í hausinn á okkur við hvert tæki-
færi, að ógnastjórn væri óhjá-
kvæmileg,“ skrifaði Trotsky um