Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 34
ÚRVAL
leiðinlegt að fljúga í þessum fer-
likjum og sjá okkur hina njóta lífs-
ins.“
Næstu 10 sekúndurnar voru
stytztu, en jafnframt lengstu sek-
úndurnar í lífi mínu. Mér hefur
aldrei fundizt ég vera eins gersam-
lega hjálparvana. Fremur lágvær
sprenging var fyrsta merkið um, að
eitthvað vær að. Flugvélin mín reis
upp á hlið, þannig að annar væng-
urinn sneri beint upp. Ég man, að
ég hugsaði sem svo: „Guð minn
góður, láttu mig ekki rekast beint
á bensínflutningaflugvélina! Þeir
kæmust aldrei lifandi úr henni.“ —
En dá drapst á hreyflinum og ég
tók strax að hrapa, þannig að brátt
var ég kominn niður fyrir bensín-
flutningaflugvélina rétt aftur und-
an henni, og varð þannig komizt
hjá árekstri.
Ég ýtti á hljóðnemann og kallaði:
,,Það er kviknað í hjá mér.“ (Síðar
var mér sagt, að rödd mín hefði
virzt alveg róleg). Ég er tekinn að
snarsnúast á leið niður. Ég verð
kannske að yfirgefa flugvélina.
Ég var þegar farinn að yfirfara
það í huganum, hvernig skyldi nú
fara að öllu. Hin skyndilega kyrrð,
sem varð, þegar drapst á hreyflin-
um, var sem þrúgandi hávaði.
„Hjá hverjum kviknaði í?“ spurði
rödd ein í hlustunartækjunum.
„Majórnum," var svarið. „Það
virðist sem flugvélin hans sé þegar
í björtu báli! “
Þá hrópaði einhver: „Það er
kviknað í hjá þér, D. K.!“
Svo bætti hann við: „Já, það svo
að um munar!“
Þessar upplýsingar voru alveg
ónauðsynlegar, er hér var komið
málum.
„Ég man, að ég hugsaði eitthvað
á þessa leið: „Jæja, þá það. Það er
Kyrrahafstími.“ Ég ýtti aftur á
hljóðnemahnappinn. „Ég ætla að
yfirgefa flugvélina," tilkynnti ég.
Brennheitir logar umluktu mig,
þegar ég skaut mér ásamt sætinu
út úr þessum logandi eldfugli. Ég
komst nú að raun um, hversu heitt
logandi þotubensín er. Svo opnað-
ist minni fallhlífin, sem koma skyldi
mér á „réttan kjöl“, og ég sveif nú
fram og aftur um loftið, spenntur
í flugmannssætið líkt og pendúll í
klukku. Nú skapaðist annað vanda-
mál. Bensínflutningaflugvélin var
tekin til að snúast í hringi lárétt,
og þar sem hún hrapaði með sama
hraða og ég, nálgaðist hún mig