Úrval - 01.02.1968, Page 34

Úrval - 01.02.1968, Page 34
ÚRVAL leiðinlegt að fljúga í þessum fer- likjum og sjá okkur hina njóta lífs- ins.“ Næstu 10 sekúndurnar voru stytztu, en jafnframt lengstu sek- úndurnar í lífi mínu. Mér hefur aldrei fundizt ég vera eins gersam- lega hjálparvana. Fremur lágvær sprenging var fyrsta merkið um, að eitthvað vær að. Flugvélin mín reis upp á hlið, þannig að annar væng- urinn sneri beint upp. Ég man, að ég hugsaði sem svo: „Guð minn góður, láttu mig ekki rekast beint á bensínflutningaflugvélina! Þeir kæmust aldrei lifandi úr henni.“ — En dá drapst á hreyflinum og ég tók strax að hrapa, þannig að brátt var ég kominn niður fyrir bensín- flutningaflugvélina rétt aftur und- an henni, og varð þannig komizt hjá árekstri. Ég ýtti á hljóðnemann og kallaði: ,,Það er kviknað í hjá mér.“ (Síðar var mér sagt, að rödd mín hefði virzt alveg róleg). Ég er tekinn að snarsnúast á leið niður. Ég verð kannske að yfirgefa flugvélina. Ég var þegar farinn að yfirfara það í huganum, hvernig skyldi nú fara að öllu. Hin skyndilega kyrrð, sem varð, þegar drapst á hreyflin- um, var sem þrúgandi hávaði. „Hjá hverjum kviknaði í?“ spurði rödd ein í hlustunartækjunum. „Majórnum," var svarið. „Það virðist sem flugvélin hans sé þegar í björtu báli! “ Þá hrópaði einhver: „Það er kviknað í hjá þér, D. K.!“ Svo bætti hann við: „Já, það svo að um munar!“ Þessar upplýsingar voru alveg ónauðsynlegar, er hér var komið málum. „Ég man, að ég hugsaði eitthvað á þessa leið: „Jæja, þá það. Það er Kyrrahafstími.“ Ég ýtti aftur á hljóðnemahnappinn. „Ég ætla að yfirgefa flugvélina," tilkynnti ég. Brennheitir logar umluktu mig, þegar ég skaut mér ásamt sætinu út úr þessum logandi eldfugli. Ég komst nú að raun um, hversu heitt logandi þotubensín er. Svo opnað- ist minni fallhlífin, sem koma skyldi mér á „réttan kjöl“, og ég sveif nú fram og aftur um loftið, spenntur í flugmannssætið líkt og pendúll í klukku. Nú skapaðist annað vanda- mál. Bensínflutningaflugvélin var tekin til að snúast í hringi lárétt, og þar sem hún hrapaði með sama hraða og ég, nálgaðist hún mig
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.