Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 125
Hannes J. Magnússon
Hvert
stefnir?
»Það vildu efalaust
margir fá svar við þess-
ari spurningu. Hvert
stefnir í atvinnumálum,
menntamálum, uppeld-
ismálum, trúmálum, siðgæðismál-
um o. s. frv.? Okkur hefur aldrei
verið gefinn hæfileiki til að sjá
inn í framtíðina. Kannski er það
bezt þannig, en vísindin eru að
verða máttug og þau eru alltaf að
fá okkur fleiri og fleiri lykla að
þeim heimum, sem áður voru ó-
þekktir og lokaðir. Samt má segja,
að við göngum þar meira og minna
blindandi og jafnvel í ríkara mæli
en við þyrftum. Þarna hefur þó
nokkuð áunnizt, einkum á sviði
efnisvísindanna og tölvísinda. Það
hefur til dæmis verið reiknað út
hve lengi orkulindir jarðarinnar,
sem nú eru þekktar, muni endast
mannkyninu. Hinu hefur miklu
síður verið sinnt, enda óhægara um
vik, að kanna þær stefnur og
strauma, sem ráða framvindunni í
heimi andans og þau lögmál, ef
einhver eru, sem þar ríkja. En þar
er upphaf alls annars að finna, sem
örlöguum ræður.
Hér koma til greina ýmsar fé-
lagslegar rannsóknir, sem að vísu
eru stundaðar af kappi og miklum
árangri úti í heimi, en hafa hér á
landi ekki einu sinni komizt á byrj-
unarstig, t. d. í skóla- og uppeldis-
málum. Allar mestu og merkileg-
ustu framfarir í heiminum undan-
farna áratugi hafa orðið á sviði
efnisvísinda og tækni. Menn hafa
fengið svo mikla ofbirtu í augun
af þeim framförum, að allt annað
hefur þótt smátt, jafnvel þótt þar
sé oft um grundvallaratriði menn-
Heimili og skóli
123