Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 24
22
ÚRVAL
þörfum, bæSi líkamlegum og sálar-
legum.
Fyrsta spurning hvers reykinga-
manns, sem vill hætta að reykja,
er því: „Hvers konar reykingamað-
ur er ég.“ Það eru mjög lítil líkindi
til þess, að þér takist að hætta,
nema þú hafir myndað þér skoðun
á þessu, og lagt áætlun þína eftir
því. Skoðanakönnun hefur sýnt, að
86% reykingamanna vilja hætta og
myndu hætta, ef það væri hægt að
veita þeim hjálp til þess. Aðeins 10
—15% af venjulegum reykinga-
mönnum lánast að hætta.
Málin eru nú komin á það stig að
farið er að hjálpa mönnum til þessa
á heilbrigðisstofnunum. Á einni
slíkri stofnun í New York sýndi
það sig að 85% eða 225 af 300 sjúk-
lingum, sem fylgzt var með, höfðu
ýmist hætt alveg, eða stórlega
minnkað reykingar; langmestur
hlutinn alveg hætt.
Það var þar, sem Lynn Blake
hafði lært þá lexíu að reykingar
hennar stöfuðu að veruleyti af því,
að hún hafði þörf fyrir að slaka á.
ÞÖRFIN TIL AÐ ANDVARPA.
Lynn gerði þá uppgötvun, þegar
henni var hjálpað til að hugsa mál-
ið, að hún reykti helzt, þegar eitt-
hvað smávegis bjátaði á. Það þurfti
ekki að vera annað, en krakkarnir
kæmu seint í mat, sölumaður berði
að dyrum, eða jafnvel bara að sím-
inn hringdi. Hún kveikti sér í tutt-
ugu sinnum á dag til að róa sig af
svona smáræði. Það sem orsakaði
reykingar hennar var sem sagt ein-
hver angi af kvíða. Þegar hún hafði
gert sér þetta Ijóst varð henni miklu
auðveldara að hætta án þess að
safna spiki, en af því hafði hún
slæma reynslu, því að hún hafði
eitt sinn reynt að hætta og tók þá
tit að fá sér bita í stað vindlings
með þeim afleiðingum, að hún safn-
aði á sig 15 pundum.
Til þess að sannfæra Lynn um,
að reykingar hennar stöfuðu af
kvíða og spennu, var henni sagt,
að hugleiða í vikutíma af hverju
hún kveikti sér í, þegar hún gerði
það. Læknar segja, að þessi aðferð
sé mjög árangursrík fyrir þá, sem
ætla að hætta, því að þeim verður
með þessu ljóst, af hverju þeir
reykja.
Þar sem skýrsla Lynn sýndi
glöggt, að hún reykti til að lina
spennu, eða þegar eitthvað angraði
hana, þá var henni bent á að reyna
einhverja skaðaminni aðferð til
þess að róa sig. Það virðist svo,
sem reykingar lini spennu, og með-
al annars vegna þess, að um leið
og fólkið reykir andar það að sér,
en það hefur róandi áhrif og einn-
ig róast fólk við að fitla við vind-
linginn, slá af honum öskuna og
þessháttar. Lynn voru nú kenndar
öndunaræfingar, sem gæfu komið í
stað þeirrar öndunar, sem róuðu
hana, þegar hún reykti. Þetta nægði
Lynn, en það er alls ekki þar með
sagt, að þetta nægi öllu reykinga-
fólki. Það verður ekki umflúið að
viðurkenna þá staðreynd, að áhrif
nikotíns á taugakerfið eru ekki enn
fyllilega þekkt.
Öndunaræfingarnar geta verið
með ýmsu móti, en svo virðist, sem
þær æfingar, sem bezt gefast, séu
hæg og djúp innöndun, þegar sjúk-