Úrval - 01.02.1968, Side 24

Úrval - 01.02.1968, Side 24
22 ÚRVAL þörfum, bæSi líkamlegum og sálar- legum. Fyrsta spurning hvers reykinga- manns, sem vill hætta að reykja, er því: „Hvers konar reykingamað- ur er ég.“ Það eru mjög lítil líkindi til þess, að þér takist að hætta, nema þú hafir myndað þér skoðun á þessu, og lagt áætlun þína eftir því. Skoðanakönnun hefur sýnt, að 86% reykingamanna vilja hætta og myndu hætta, ef það væri hægt að veita þeim hjálp til þess. Aðeins 10 —15% af venjulegum reykinga- mönnum lánast að hætta. Málin eru nú komin á það stig að farið er að hjálpa mönnum til þessa á heilbrigðisstofnunum. Á einni slíkri stofnun í New York sýndi það sig að 85% eða 225 af 300 sjúk- lingum, sem fylgzt var með, höfðu ýmist hætt alveg, eða stórlega minnkað reykingar; langmestur hlutinn alveg hætt. Það var þar, sem Lynn Blake hafði lært þá lexíu að reykingar hennar stöfuðu að veruleyti af því, að hún hafði þörf fyrir að slaka á. ÞÖRFIN TIL AÐ ANDVARPA. Lynn gerði þá uppgötvun, þegar henni var hjálpað til að hugsa mál- ið, að hún reykti helzt, þegar eitt- hvað smávegis bjátaði á. Það þurfti ekki að vera annað, en krakkarnir kæmu seint í mat, sölumaður berði að dyrum, eða jafnvel bara að sím- inn hringdi. Hún kveikti sér í tutt- ugu sinnum á dag til að róa sig af svona smáræði. Það sem orsakaði reykingar hennar var sem sagt ein- hver angi af kvíða. Þegar hún hafði gert sér þetta Ijóst varð henni miklu auðveldara að hætta án þess að safna spiki, en af því hafði hún slæma reynslu, því að hún hafði eitt sinn reynt að hætta og tók þá tit að fá sér bita í stað vindlings með þeim afleiðingum, að hún safn- aði á sig 15 pundum. Til þess að sannfæra Lynn um, að reykingar hennar stöfuðu af kvíða og spennu, var henni sagt, að hugleiða í vikutíma af hverju hún kveikti sér í, þegar hún gerði það. Læknar segja, að þessi aðferð sé mjög árangursrík fyrir þá, sem ætla að hætta, því að þeim verður með þessu ljóst, af hverju þeir reykja. Þar sem skýrsla Lynn sýndi glöggt, að hún reykti til að lina spennu, eða þegar eitthvað angraði hana, þá var henni bent á að reyna einhverja skaðaminni aðferð til þess að róa sig. Það virðist svo, sem reykingar lini spennu, og með- al annars vegna þess, að um leið og fólkið reykir andar það að sér, en það hefur róandi áhrif og einn- ig róast fólk við að fitla við vind- linginn, slá af honum öskuna og þessháttar. Lynn voru nú kenndar öndunaræfingar, sem gæfu komið í stað þeirrar öndunar, sem róuðu hana, þegar hún reykti. Þetta nægði Lynn, en það er alls ekki þar með sagt, að þetta nægi öllu reykinga- fólki. Það verður ekki umflúið að viðurkenna þá staðreynd, að áhrif nikotíns á taugakerfið eru ekki enn fyllilega þekkt. Öndunaræfingarnar geta verið með ýmsu móti, en svo virðist, sem þær æfingar, sem bezt gefast, séu hæg og djúp innöndun, þegar sjúk-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.