Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 37
ÉG ER NÆSTHEPPNASTI FLUGMAÐUR . . .
35
mín stórum björgunarfleka, sem
gæti tekið sex menn. Þar er allur
útbúnaður mun ríkmannlegri, meira
vatn, fleiri reykblys, eimingartæki,
sem ganga fyrir sólarorku, og svo
þýðingarmesti hluturinn, sendi- og
móttökutæki fyrir þráðlaust sam-
band.
Úrið mitt hafði stöðvazt, en ég
vissi, að ég yrði að fylgjast með
því, hvernig tímanum liði. Ég gerði
ráð fyrir því, að ég væri búinn að
vera í sjónum í um eina klukku-
stund. Ég talaði til hins auða hafs,
en þetta einhliða tal mitt varð ekki
til þess að blása mér hugrekki í
brjóst, er ég fór að hugsa alvarlega
um horfumar.
Nú væri sjálfsagt búið að birta
hinar slæmu fréttir í útvarpinu.
Engin nöfn ennþá, bara þessi orð
„Verið er áð leita . . . nöfn munu
ekki verða birt, fyrr en búið er að
tilkynna þetta nánustu ættingjum,"
o. s. frv. Ég vonaði, að skýrt yrði
varlega frá fréttum þessum. Mér
varð hugsáð til bamanna minna
fjögurra.
Skyndilega kom ég auga á nokkra
menn, sem klæddir voru í appel-
sínugul björgunarvesti. Þeir virtist
standa þarna á sjónum nokkur
hundruð metrum í burtu. Og svo
hurfu þeir eins fljótt og þeir höfðu
birzt. Það liðu 2—3 mínútur, lang-
ar mínútur, þangað til önnur alda
lyfti björgunarflekanum upp og
sannfærði mig um það, að sjóveik-
in hefði ekki framkallað ofskynjan-
ir hjá mér. Þetta voru sjóliðar, sem
stóðu þarna við borðstokkinn á fal-
legu, bandarísku fylgiskipi tundur-
spillis! Ég hellti úr lithylki í sjóinn,
þegar skipið sigldi fram hjá mér,
kveikti á reykblysi, skaut 6 blossa-
skotum úr skammbyssunni yfir
stefni þess og blés í flautuna mína.
Ég mundi líka hafa veifað vasa-
klút, ef ég hefði ekki þegar verið
með fullt fangið af alls kyns dóti.
„Þeir hljóta að sjá mig,“ sagði ég
upphátt. „Af hverju beygir skipið
ekki hingáð?“ Það var útilokað að
standa upp. Ég byrjaði að hrópa.
Svo gerði ég mér skyndilega grein
fyrir því, að þeir höfðu komið auga
á mig. Næstum hver maður við
borðstokkinn var með myndavél,
og þeir voru allir önnum kafnir við
að smella myndum af mér!
Nokkrum mínútum síðar kom stór
björgunarbátur í áttina til mín með
sex mönnum í. Bátnum miðaði
sæmilega áfram í fyrstu, en svo
hægði hann mjög ferðina. Bátsstjór-
inn kalláði til mín og spurði, hvort
ég væri meiddur. Síðan var mér
lyft upp í bátinn, og við lögðum af
stað til skipsins. Skipið hét USS
Koiner. (Hinn björgunarbátur
skipsins hafði brotnað í spón nokkr-
um dögum áður við björgunaræf-
ingar í sams konar veðri og sjó og
nú var).
Það var dásamlegt að komast í
sjúkrastofu tundurspillisns og njóta
þar öryggs og hlýju. Ég ákvað að
vera óbugandi hetja, en konjakið,
sem hellt var ofan í mig, kom bein-
ustu boðleið lil baka og dró svolít-
ið úr áhrifum hetjuskaparins. Þetta
var ekki alveg eins og í kvikmynd
með Humphrey Bogart í aðalhlut-
verkinu.
Ég svaf eins og rotaður selur, og