Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 56

Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 56
54 ÚRVAL engar sprungur í glerinu, en vöfflu- mynstrið á bakhliðinni var stór- gallað. Þá var ákveðið að hefja verkið að nýju og þurfti þá fyrst að finna ráð til að festa hnúðana svo dygði. Það tók sinn tíma, en að endingu komust menn að því, að festa skyldi þá við stálpípur, sem köldu lofti væri blásið í í sífellu, til þess að kæla þá. 2. desember 1934 var svo tekið til við þetta verk, að hella í mótið og tók það 7 klukkustundir. Að því loknu þurfti að kæla glerið af- ar hægt, svo að næmi ekki minna en 10 mánuðum, til þess að hvergi kæmi brestur í glerið. Hitastigið í ofninum var mælt mjög nákvæmt með rafmagnshitastilli, en 7 mán- uðum eftir að þessi ágæta steypa var gerð, fór að rigna og rigndi ákaft og lengi. Það fór að hækka í á, sem var í nánd við glersteypu- verksmiðjuna. Nú blasti við sú hætta, að flæða mundi inn í kjall- arann í húsinu og þar var þá hætta á að .hitastillitækin yrðu fyrir skemmdum. Sífellt hækkaði í ánni, Og var það þá tekið til bragðs að hlaða sandpokum að, en ekki dugði það, atdrei ætlaði að stytta upp. Þá var horfið að því ráði í flýti, að flytja hitastillitækin upp á þriðju hæð í húsinu, en verkið tók þrjá sólarhringa, og ekki hægt að stilla hitann á meðan, og voru menn milli vonar og ótta um að spegillinn hefði skemmzt. Um það var ekkert hægt að vita fyrr en eftir þrjá mánuði, en þá átti að taka glerið úr ofninum. Og urðu menn fegnari en frá megi segja þegar það kom í ljós, að glerið var óskemmt. Nú var speglinum komið fyrir í stálkassa með mikilli varkárni, og hann settur á járnbrautarvagn, sem útbúinn var sérstaklega í þessu skyni, og fluttur til Pasadena, en þar átti að vinna verkið til fullnustu. Flutningurinn var afar vandasam- ur. Ekki mátti fara hraðar en sem svaraði 40 km á klukkustund, en leiðin frá Atlantshafi til Kyrrahafs er margar þúsundir kílómetra. 11. apríl 1936 var komið á leiðarenda og var spegillinn fluttur í glerslíp- unarverksmiðju, og slípaður með hverfispólu, sem sett var undir slípunarvélina sjálfa, og gerði spegilinn íhvolfan. Á næstu árum voru slípuð af hon- um meira en fimm tonn af gleri, en þó dýpkaði holrúmið ekki við það um meira en 10 cm! Þegar svo var komið, var langt komið smíði stjörnuathuganastöðv- arinnar. Aðrir hlutar stjörnusjár- innar, gerðir úr málmi, voru smíð- aðir í Westinghouse verksmiðju í Fíladelfíu, og byrjað á verkinu 1936. Síðan voru þessir smíðishlut- ar fluttir sjóveg til San Diego og þaðan ekið á vörubíl með annan í eftirdragi til Palómar-fjalls í nóv- ember 1938. Vel hafði gengið verk- ið við að koma upp húsinu og öðr- um útbúnaði, því ekki var byrjað á því fyrr en árið 1935, en veður- skilyrði voru ætíð góð og ágætur steinsteyptur vegur lá upp á fjall- ið, og var smíði hússins að mestu leyti lokið árið 1939. Tregar gekk að fullgera spegil- inn í slípiverkstæðinu í Pasadena. Byrjað var að slípa í apríl 1936, og tafðist verkið í fjögur ár meðan á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.