Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 107
Daníel Dejoe var sonur iðnaðarmanns í London og fœddist 1660.
Hann var nær sextugu, þegar liann skrifaði hina ódauðlegu
hók sína Robison Krúsó, sem er af flestra dómi frægust sagna
um dvöl á eyðieyju. Hann hlaut góða menntun við Charles
Morton guðfræðiskólann, en enda þótt hann hefði menntun til
að ganga í þjónustu kirkjunnar, sneri hann sér að verzlun.
Robinson Krúsó
og
Daniel Defoe
Daniel Defoe var sonur
iðnaðarmanns í London
og fæddist 1660. Hann
rar nær sextugu, þegar
íann skrifaði hina ó-
dauðlegu bók sina Robinson Krúsó,
sem er að flestra dómi frægust
sagna um dvöl á eyðieyju. Hann
hlaut góða menntun við Charles
Morton guðfræðiskálann, en enda
þótt hann hefði menntun til að
ganga í þjónustu kirkjunnar, sneri
hann sér að verzlun.
Hann kvæntist tuttugu og fjög-
urra ára að aldri, ríkri kaupmanns-
dóttur, sem færði honum í heiman-
mund árlegan lífeyri að upphæð
3.700 sterlingspund. Það var ekki
liðið árið, þegar ævintýralöngunin
knúði hann til að taka þátt í upp-
reisn Monmouth. Þegar hann sneri
heim úr þvi ævintýri lenti hann i
fjárþröng og síðan í skuldafangelsi.
Þegar hann kom úr fangelsinu
stundaði hann múrverk. Ekki varð
hann ellidauður við það starf og
sneri sér að blaðamennsku. Hann
skrifaði nokkra bæklinga og einn
þeirra, sem var um trúfræði, olli
því að hann var fangelsaður á ný.
,Hann hafði skrifað um margvís-
legustu efni, þegar hann samdi Rob-
inson Krúsó, sem hlaut hinar frá-
bærustu viðtökur, og hann fylgdi
þessum sigri sinum eftir með öðr-
um ævintýrasögum. •
Hann var fjörlegur blaðamaður
með afburða minni og skarpt auga
100 Great Books
105